Hoppa yfir valmynd

Akstur fatlaðra og aldraða

Málsnúmer 1507060

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

8. september 2015 – Bæjarráð

Þórir Sveinsson kom inn á fundinn. Lagt fram minnisblað um Akstursþjónustu fyrir fatlaða og aldraða í Vesturbyggð frá Elsu Reimarsdóttur og Þóri Sveinssyni.
Lagðir fram tveir kostir vegna aksturs fatlaðra og aldraðra:
a. Leigja bifreið.
b. Kaup á bifreið.

Bæjarráð samþykkir að leita eftir bifreið til kaups.




25. ágúst 2015 – Bæjarráð

Lagt fram bréf dags. 22. júlí sl. frá Ferðaþjónustu Vestfjarða ehf með tilboði í akstur fyrir aldraða og fatlaða. Elsa Reimarsdóttir, félagsmálastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð felur félagsmálastjóra og skrifstofustjóra að vinna áfram að málinu.