Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #740

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 25. ágúst 2015 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Almenn erindi

    1. Ofanflóðavarnir - Urðir og Klif.

    Lagt fram minnisblað frá Verkís dags. 9. júlí sl. um snjóflóðavarnir á Patreksfirði og tölvupóst frá Framkvæmdasýslu ríkisins dags. 14. ágúst sl. þar sem óskað er að Vesturbyggð samþykki framkvæmdir vegna snjósöfnunargrinda og vindkljúfa á fjallinu fyrir ofan byggðina á Patreksfirði. Elfar Steinn Karlsson, forstm. tæknideildar sat fundinn undir þessum lið.
    Bæjarráð samþykkir beiðni Framkvæmdasýslu ríkisins.

      Málsnúmer 1508018

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Endurbætur á sorpsvæði á Vatneyri

      Lagður fram verksamningur við Gámaþjónustu Vestfjarða ehf um lagfæringar á sorpmóttöku í Vesturbyggð.
      Bæjarráð samþykkir verksamninginn.

        Málsnúmer 1508022

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Umsókn um styrk vegna skólabókasafns Bíldudal

        Lagt fram bréf dags. 1 júlí sl. frá Marte Engelsen o.fl. þar sem sótt er um fjármagn til að efla bókasafnið á Bíldudal.
        Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í fræðslu-og æskulýðsráði.

          Málsnúmer 1508004 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. HGS varðar tjaldstæðið á Bíldudal

          Lagt fram bréf ódags. frá Hirti Gísla Sigurðssyni með ábendingum um lagfæringar á svæðinu kringum íþróttamiðstöðina Byltu og tjaldstæðið á Bíldudal. Elfar Steinn Karlsson, forstm. tæknideildar sat fundinn undir þessum lið.
          Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir ábendingarnar og bendir á að unnið er að deiliskipulagi fyrir svæðið og tekið verður tillit til athugasemdana í þeirri vinnu.

            Málsnúmer 1507064 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Akstur fatlaðra - tilboð Wesfjordsadventures.

            Lagt fram bréf dags. 22. júlí sl. frá Ferðaþjónustu Vestfjarða ehf með tilboði í akstur fyrir aldraða og fatlaða. Elsa Reimarsdóttir, félagsmálastjóri sat fundinn undir þessum lið.
            Bæjarráð felur félagsmálastjóra og skrifstofustjóra að vinna áfram að málinu.

              Málsnúmer 1507060 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Fjárhagsáætlun 2016

              Lagt fram drög að vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar 2016.
              Bæjarráð samþykkir vinnuferlið með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

                Málsnúmer 1507059 13

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Mennta-og menningaráðuneytið verkefnið þjóðarsátt um læsi

                Lagður fram tölvupóstur dags. 29. júlí sl. frá mennta og menningarmálaráðuneytinu varðandi átaksverkefni í grunnskólum um "Þjóðarsáttmála um læsi".
                Bæjarráð samþykkir að taka þátt í átaksverkefninu.

                  Málsnúmer 1507063 2

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Gámaþjónusta Vestfjarða ehf - sorphreinsun

                  Lagt fram drög að samningum við Gámaþjónustu Vestfjarða um söfnun og förgun blátunnuefnis í sveitarfélaginu.
                  Bæjarráð samþykkir samningana.

                    Málsnúmer 1504001 6

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Húsnæðismál.

                    Rætt um húsnæðismál stofnana. Elfar Steinn Karlsson, forstm. tæknideildar sat fundinn undir þessum lið.

                      Málsnúmer 1501061 7

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      10. Umsóknir um foreldragreiðslur 2015

                      Lagðar fram "Reglur Vesturbyggðar um foreldragreiðslur vegna gæslu barns hjá öðrum en dagforeldrum." Elsa Reimarsdóttir, félagsmálastjóri sat fundinn undir þessum lið. Rætt um fyrirkomulag foreldragreiðslna í öðrum sveitarfélögum með samsvarandi reglum og Vesturbyggð.
                      Bæjarráð staðfestir gildandi reglur og felur félagsmálastjóra að auglýsa eftir dagforeldrum.

                        Málsnúmer 1507054 2

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        11. Framkvæmdir 2015

                        Lögð fram kostnaðaráætlun vegna stækkunar á húsnæði íþróttamiðstöðvarinnar Byltu,m Bíldudal vegna nýs þreksalar, aðstöðu tjaldsvæðisins við íþróttahúsið og húsnæði fyrir heilsugæslu. Elfar Steinn Karlsson, forstm. tæknideildar sat fundinn undir þessum lið.
                        Rætt almennt um stöðu yfirstandandi framkvæmda í sveitarfélaginu.
                        Bæjarráð samþykkir framkvæmdina við íþróttamiðstöðina Byltu.

                          Málsnúmer 1501037 13

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          12. Þjónusta Frumherja á sunnanverðum Vestfjörðum

                          Rætt um þjónustu Frumherja á sunnanverðum Vestfjörðum.
                          Bæjarráð óskar eftir að skoðunardögum bifreiða verði fjölgað frá því sem verið hefur. Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

                            Málsnúmer 1508035

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00