Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð - 13

Málsnúmer 1508001F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

26. ágúst 2015 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 11. töluliðum.
Til máls tóku: MJ, bæjarstjóri, ÁS, GBS, forseti og HT.
5. tölul. 1508008 - Umsókn um stofnun lóðar úr landi Grænhóls, Grjóthólar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða stofnun lóðarinnar.
6. tölul. 1508009 - Umsókn um stofnun lóðar úr landi Haga, Tungumúli.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða stofnun lóðarinnar.
8. tölul. 1506002 - Deiliskipulag við Brjánslækjarhöfn.
Tekin fyrir lýsing að deiliskipulagtillögum við Brjánslæk, dags. 20. ágúst 2015. Um er að ræða tvær deiliskipulagstillögur við Brjánslæk sem settar eru fram í einni lýsingu, unnin af Gingi teiknistofa ehf. og egg arkitektar ehf. Samkvæmt lýsingunni eru þetta tvær sjálfstæðar deiliskipulagstillögur annars vegar við Brjánslækjarhöfn og Flókatóftir og hins vegar við Prestsetrið.
Lýsing á svæðunum kemur fram í skipulagslýsingunni og er á eftirfarandi hátt:
3.1 DEILISKIPULAG - VIÐ BRJÁNSLÆKJARHÖFN OG VIÐ FLÓKATÓFTIR.
Landið innan afmörkunarlínu skipulagssvæða er í eigu ríkissjóðs. Svæðinu verður lýst hér í tvennu lagi. Svæðið í kringum höfnina (norðurhluti) er u.þ.b. 3,0 ha. að stærð og svæðið í kringum Flókatóftirnar (suðurhluti) er u.þ.b. 3,6 ha. að stærð. Heildarstærð skipulagssvæðisins alls er því u.þ.b. 6,6 ha.
Við Brjánslækjarhöfn er gerð tillaga að nýjum varnargarði u.þ.b. 123 m að lengd og breikkun á núverandi varnargarði. Núverandi flotbryggja fyrir smábáta verður færð frá suðri til norðurs í skjóli við nýjan varnargarð. Gamla ferjubryggjan verður fjarlægð. Í tengslum við ferðaþjónustu og ferjusiglingar er gert ráð fyrir uppbyggingarmöguleika vestan og ofan við núverandi fiskvinnsluhús þar sem sýndur er byggingareitur ásamt bílastæðasvæði. Í framtíðinni getur þá núverandi þjónustu- og afgreiðsluhús fyrir ferjuna fluttst niður fyrir veg. Tillaga er gerð að landfyllingu austan við núverandi fiskvinnsluhús með möguleika á viðbyggingu og fyrir stærra athafnasvæði. Rör eða háfur verður reistur fyrir hausaþurrkunarstöðina og skal hæð hans vera ákveðin í samráði við Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða.
Við Flókatóftir er gerð tillaga um að þau hús sem nú standa á svæðinu verði fjarlægð, þ.e. sumarhúsið og skreiðarhjallurinn. Í stað þeirra verður gerð tillaga að byggingareit fyrir lítið þjónustuhús, þar sem m.a. salernisaðstöðu og áhaldageymslu verður komið fyrir. Bílastæði verða staðsett næst þjónustuhúsi.

3.2 DEILISKIPULAG BRJÁNSLÆKUR 1 - VIÐ PRESTSETRIÐ.
Svæði það sem er innan umrædds deiliskipulagsvæðis er í eigu ríkissjóðs. Stærð skipulagssvæðis er u.þ.b. 1,5 ha. þar sem aðaldeiliskipulagssvæðið liggur, en heildarsvæðið þar sem göngustígarnir liggja eru alls 6,5 ha.

Gerð er tillaga að bæta við nýjum notkunarflokki: Frístundabyggð (F6) - sjá nánar í kafla 2.1.4 á bls. 5, þar sem gerð er tillaga að breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018. Deiliskipulagstillagan sýnir nýja lóð vestan við prestsetrið með byggingareit fyrir smáhýsi / gistihús fyrir ferðamenn ásamt þjónustuhúsi. Vinna er í gangi við húsakönnun og eru kirkjan og prestbústaður hluti af þeirri vinnu. Prestbústaðnum verður breytt í sýningarrými og kaffihús. Bílastæði verða gerð í tengslum við sýninguna, kaffihús og smáhýsin. Byggðir verða upp göngustígar sem tengja svæðið við Flókatóftir og höfnina.

Bæjarstjórn samþykkir skipulagslýsinguna með fyrirvara um samþykki hafnar- stjórnar og felur skipulagsfulltrúa að senda hana til umsagnaraðila og kynna hana skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem deiliskipulagið kallar einnig á breytingu á aðalskipulagi þá er skipulagsfulltrúa falið að hefja breytingu á aðalskipulagi.
9. tölul. 1508039 - Skipulagsmál - lokun Bjarkargötu.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisráðs að loka ekki Bjarkargötu.
10. tölul. 1309018 - Hættumatslínur á Bíldudal.
Bæjarstjórn leggur áherslu á að hraða vinnu við gerð deiliskipulags fyrirhugaðs iðnaðarsvæðis á Bíldudal vegna aukinnar eftirspurnar eftir lóðum.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.