Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð - 740

Málsnúmer 1508002F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

26. ágúst 2015 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 12. töluliðum.
Til máls tóku: Forseti, bæjarstjóri, ÁS, HT, HS og MJ.
10.tölul. 1507054 - Umsóknir um foreldragreiðslur 2015.
Lögð fram breytingartillaga bæjarstjórnar við ”Reglur Vesturbyggðar um foreldragreiðslur vegna gæslu barns hjá öðrum en dagforeldrum“. Breytingin fellst í því að hægt verði að sækja um foreldragreiðslur þegar barn einstæðra foreldra hefur náð sex mánaða aldri og barn foreldra í hjúskap eða í sambúð hefur náð níu mánaða aldri. Forsendur eru að sótt hafi verið um leikskólavist fyrir viðkomandi barn á leikskóla í sveitarfélaginu og að forráðamenn barnsins eigi lögheimili og hafi aðsetur í sveitarfélaginu. Foreldragreiðslur falla niður þegar barn nær 14 mánaða aldri eða hefur dvöl á leikskóla í sveitarfélaginu.
Breytingartillagan samþykkt samhljóða.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.