Hoppa yfir valmynd

Umsókn um löndunaraðstöðu og lagningu lagnar frá bryggjukanti að verkun

Málsnúmer 1511023

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

17. nóvember 2015 – Hafnarstjórn

Erindi Frá Arnarlax ehf. Í erindinu er sótt um leyfi til að grafa niður lagnir frá enda hafnarkants að vinnsluhúsi fyrirtækisins að Strandgötu 1. Dæla á laxi frá skipi í vinnsluhús með þessum lögnum. Erindinu fylgir uppdráttur frá Hugsjón, ljósmyndir og riss.

Hafnarstjórn samþykkir lagningu fyrrgreindra lagna en endi lagna við viðlegukant verði færanlegur. Hafnarstjórn ítrekar við framkvæmdaraðila að vandað verði til frágangs og að framkvæmdaraðili standi straum af kostnaði við verkið. Verkið skal vinna í samráði við hafnaryfirvöld.