Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 17. nóvember 2015 og hófst hann kl. 17:00
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson Forstöðumaður tæknideildar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun 2016
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2016.
Hafnarstjórn samþykkir framlögð drög ásamt breytingum, þ.e. að bætt verði í gjaldskrá gjaldalið vegna nýrrar básabryggju í Patrekshöfn sem og aðstöðu vegna olíuafgreiðslu í höfnum Vesturbyggðar.
2. Umsókn um lóð undir Ísframleiðslu við Patrekshöfn.
Máli vísað til hafnarstjórnar frá skipulags- og umhverfisráði Vesturbyggðar.
Erindi frá Ólafi H. Haraldssyni. Í erindinu er sótt um lóð undir fyrirhugaða ísframleiðslu við Patrekshöfn. Erindinu fylgir uppdráttur með óskum um staðsetningu.
Hafnarstjórn Vesturbyggðar tekur jákvætt í erindið, en óskar jafnframt eftir viðræðum við umsækjenda vegna staðsetningar og útfærslu.
3. Umsókn um byggingarleyfi - Skýli fyrir kör við vinnsluhús Patreksfirði
Máli vísað til hafnarstjórnar frá skipulags- og umhverfisráði Vesturbyggðar.
Erindi frá GINGA teiknistofu f.h. Fjarðalax ehf. Sótt er um byggingarleyfi fyrir skýli fyrir kör við vinnsluhús fyrirtækisins að Patrekshöfn, landnr. 140238. Erindinu fylgja uppdrættir unnir af GINGA teiknistofu dags. 10.09.2015
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir og samþykkir þær fyrir sitt leyti.
4. Umsókn um löndunaraðstöðu og lagningu lagnar frá bryggjukanti að verkun
Erindi Frá Arnarlax ehf. Í erindinu er sótt um leyfi til að grafa niður lagnir frá enda hafnarkants að vinnsluhúsi fyrirtækisins að Strandgötu 1. Dæla á laxi frá skipi í vinnsluhús með þessum lögnum. Erindinu fylgir uppdráttur frá Hugsjón, ljósmyndir og riss.
Hafnarstjórn samþykkir lagningu fyrrgreindra lagna en endi lagna við viðlegukant verði færanlegur. Hafnarstjórn ítrekar við framkvæmdaraðila að vandað verði til frágangs og að framkvæmdaraðili standi straum af kostnaði við verkið. Verkið skal vinna í samráði við hafnaryfirvöld.
8. Önnur mál
Áður hefur verið rætt um Brjánslækjarhöfn og þær breytingar sem nauðsynlegar eru m.t.t. aukins ferðamannafjölda, meiri vöruflutninga og betri aðstöðu fyrir smábátaútgerð. Að ósk hafnarstjórnar Vesturbyggðar hefur siglingasvið Vegagerðarinnar unnið tillögur að nýrri smábátahöfn á Brjánslæk. Unnið er að nýju deiliskipulagi svæðisins sem og að finna hentuga staðsetningu undir gáma og annan búnað er tengist útgerð.
Valgeir Davíðsson lét bóka eftirfarandi:
Brjánslækjarhöfn er flöskuháls inn og út úr Vesturbyggð. Það lítur út fyrir að ferðamönnum fjölgi gríðarlega og verði komnir í 2 milljónir árið 2018 og eru Vesturland og Vestfirðir heitustu staðir landsins skv. könnunum hjá ferðamönnum. Þessi fjölgun og gríðarleg aukning í framleiðslu í fiskeldi hjá Dýrfiski og Fjarðalax úr 6.000 tonnum í 19.000 tonn kallar á gífurlega aukningu í fiskflutningum, upp á rúm 300% fyrir utan það sem Arnarlax kemur til með að flytja þannig að aukning á flutningi í fiskeldi getur numið allt að 7-800% aðra leiðina svo þarf fiskurinn eitthvað að éta þar verður líka mikil aukning í flutningi á fóðri og á ýmsum vörum tengd fiskeldi þannig að aukning á vörum fram og tilbaka tengt fiskeldi getur jafnvel aukist um ca. 1-2.000%. Ég tel að allir sem hér sitja viti að aðstaða til smábátaútgerðar á Brjánslæk er til skammar. Að mínu viti getum við ekki beðið lengur. Við verðum að geta tekið við ferðamönnum, að þeir hætti ekki við að koma hingað útaf vegum og einnig vegna öngþveitis sem skapast við alla þessa aukningu á fólki og miklum vöruflutningum sem þurfa að komast hratt og örugglega leiðar sinnar til að skapa verðmæti.
Leysum þennan vandræðagang, sköffum smábátasjómönnum góða aðstöðu við gömlu bryggjuna svo þeir þyki ekki fyrir eins og var í sumar og um leið bætum við aðgengi fyrir bíla af öllum stærðum og fyrir ferðamenn að komast klakklaust leiðar sinnar (margir ferðamenn óttast veginn vestur). Höfum ekki tvo flöskuhálsa í Vesturbyggð, setjum hafnarframkvæmdir í Brjánslækjarhöfn á fjárhagsáætlun 2016.
Til kynningar
5. Hafnarsamband Ísl.fundargerð stjórnar nr. 376
6. Hafnarsamband Ísl.fundargerð stjórnar nr.377
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00