Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð - 755

Málsnúmer 1601007F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

20. janúar 2016 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 12. töluliðum.
Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.
8. tölul.: Vísað er til umsagnar Sambands íslenskra sveitarfélaga til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 19. nóvember 2015, um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, 263. mál.
Bæjarstjórn tekur undir bókun Aldísar Hafsteinsdóttur, Jónínu Ernu Arnardóttur, Gunnlaugs Stefánssonar og Ísólfs Gylfa Pálmasonar í 11. tölul. fundargerðar 834. fundar sambandsins frá 11. desember 2015 þar sem segir m.a.: ”Það er ósannað að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafi orðið fyrir þvílíku tapi að það réttlæti þessa breytingu á úthlutunarreglum. Auk þess gefur breytingin vont fordæmi til lengri tíma litið enda tekjuöflunarmöguleikar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu allt aðrir og meiri heldur en smærri sveitarfélaga á landsbyggðinni. Standa ber vörð um hlutverk jöfnunarsjóðs sem er að jafna fjárhagslega stöðu sveitarfélaga. Þetta frumvarp vinnur að okkar mati gegn því meginmarkmiði.“
Fundargerðin samþykkt samhljóða.