Hoppa yfir valmynd

Flotbryggja á Bíldudal

Málsnúmer 1602060

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

26. apríl 2016 – Hafnarstjórn

Erindi frá Matthíasi Garðarssyni f.h. Leines ehf. Í erindinu er óskað eftir viðleguplássum fyrir tvo báta félagsins við fingur á flotbryggju í Bíldudalshöfn. Félagið hefur nú þegar fest kaup á tveimur bátum sem nýtast eiga til ferðaþjónustu og fleiri verkefna.

Hafnarstjórn fagnar áformum félagsins og samþykkir að leyfa fyrirtækinu að setja út fingur á sinn kostnað og verður hann á ábyrgð umsækjenda. Framkvæmdin skal gerð í samráði við hafnaryfirvöld. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að gera aðstöðusamning um fingurinn.