Hoppa yfir valmynd

Hafnarstjórn #143

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 26. apríl 2016 og hófst hann kl. 08:15

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson forstöðum. tæknideildar

Almenn erindi

1. Flotbryggja á Bíldudal

Erindi frá Matthíasi Garðarssyni f.h. Leines ehf. Í erindinu er óskað eftir viðleguplássum fyrir tvo báta félagsins við fingur á flotbryggju í Bíldudalshöfn. Félagið hefur nú þegar fest kaup á tveimur bátum sem nýtast eiga til ferðaþjónustu og fleiri verkefna.

Hafnarstjórn fagnar áformum félagsins og samþykkir að leyfa fyrirtækinu að setja út fingur á sinn kostnað og verður hann á ábyrgð umsækjenda. Framkvæmdin skal gerð í samráði við hafnaryfirvöld. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að gera aðstöðusamning um fingurinn.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Erindi vegna hafnaraðstöðu, Bíldudal

Erindi frá Jóni Þórðarsyni f.h. Eaglefjord ehf. Í erindinu er óskað eftir hafnarlegu fyrir ferðaþjónustubát sem fyrirhugað er að kaupa til Bíldudals. Báturinn er um 100 tonn að stærð, 28 metra að mestu lengd og 6 metra breiður. Siglingatímabil er áætlað frá 1. Júní til 31 ágúst ár hvert, það kann þó að lengjast með tímanum. Báturinn verður gerður út á siglingar á Arnarfirði og nágrannafjörðum eftir atvikum, hvalaskoðun, sjóstöng og söguferðir.

Hafnarstjórn samþykkir erindið. Aðstöðusköpun fyrir landgang skal gerð í samráði við hafnaryfirvöld, á kostnað umsækjenda og skal vera afturkræf að öllu leyti.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Umsókn á færslu á bátadælu - Bíldudalshöfn

Erindi frá Þór A. Gunnarssyni, Ferli ehf., verkfræðistofu f.h. Skeljungs hf. Sótt er um leyfi til að færa núverandi eldsneytisafgreiðslu út á bryggju fyrir smábáta á Bíldudal. Notaður verður áfram sami birgðatankur og festar á bryggju að afgreiðslutæki. Einnig er sótt um leyfi fyrir nýrri staðsetningu fyrir birgðatank ofan grjótvarnar milli flotbryggju og trébryggju.

Hafnarstjórn samþykkir færslu á dælu en getur ekki fallist á að birgðatankurinn verði ofanjarðar til frambúðar. Hafnarstjórn beinir enn og aftur til umsækjenda að tankurinn verði niðurgrafinn á svæði vestan við flotbryggju þar sem önnur olíufélög eru með niðurgrafna tanka. Hafnarstjórn fellst á að birgðatankur verði settur til bráðabirgða niður vestan við landgang að flotbryggju gegn því að niðurgrafinn tankur verði kominn innan 3 mánaða. Lagnir á flotbryggju skulu liggja undir trélista.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Hafnarsamband Ísl.ársreikningar 2015 til smaþykktar

Ársreikningur Hafnarsamband Íslands 2015 lagður fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

4. Hafnasamband Ísl. fundargerð stjórnar nr.381

Fundargerð Hafnasambands Íslands nr. 381 lögð fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Hafnarsamband Íslands fundargerð stjórnar nr.382

Fundargerð Hafnasambands Íslands nr. 382 lögð fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Hafnarsambandi Ísl. fundargerð stjórnar nr.383

Fundargerð Hafnasambands Íslands nr. 383 lögð fram til kynningar.

Hafnarstjórn tekur undir bókun Hafnarsambands Íslands í 7.tl fundargerðarinnar þar sem segir m.a.: "Samkvæmt könnun sem hafnasambandið stóð fyrir í byrjun árs 2015 þá er áætluð viðhalds- og nýframkvæmdaþörf hafnasjóða um 5,3 ma.kr. á þessu ári og um 6,5 á því næsta. Það er því ljóst að það fjármagn sem sett er í hafnabótasjóð á næstu árum er ekki nóg.
Íslenskar hafnir eru hluti af grunninnviðum og samgöngumannvirkjum samfélagsins og því mikilvægt að horft verði til þess þegar samgönguáætlunin verður endurskoðuð með það að markmiði að auka fjármagn til hafnarframkvæmda verulega."

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15