Hoppa yfir valmynd

Erindi vegna hafnaraðstöðu, Bíldudal

Málsnúmer 1603083

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

26. apríl 2016 – Hafnarstjórn

Erindi frá Jóni Þórðarsyni f.h. Eaglefjord ehf. Í erindinu er óskað eftir hafnarlegu fyrir ferðaþjónustubát sem fyrirhugað er að kaupa til Bíldudals. Báturinn er um 100 tonn að stærð, 28 metra að mestu lengd og 6 metra breiður. Siglingatímabil er áætlað frá 1. Júní til 31 ágúst ár hvert, það kann þó að lengjast með tímanum. Báturinn verður gerður út á siglingar á Arnarfirði og nágrannafjörðum eftir atvikum, hvalaskoðun, sjóstöng og söguferðir.

Hafnarstjórn samþykkir erindið. Aðstöðusköpun fyrir landgang skal gerð í samráði við hafnaryfirvöld, á kostnað umsækjenda og skal vera afturkræf að öllu leyti.