Hoppa yfir valmynd

Umsókn á færslu á bátadælu - Bíldudalshöfn

Málsnúmer 1604080

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

26. apríl 2016 – Hafnarstjórn

Erindi frá Þór A. Gunnarssyni, Ferli ehf., verkfræðistofu f.h. Skeljungs hf. Sótt er um leyfi til að færa núverandi eldsneytisafgreiðslu út á bryggju fyrir smábáta á Bíldudal. Notaður verður áfram sami birgðatankur og festar á bryggju að afgreiðslutæki. Einnig er sótt um leyfi fyrir nýrri staðsetningu fyrir birgðatank ofan grjótvarnar milli flotbryggju og trébryggju.

Hafnarstjórn samþykkir færslu á dælu en getur ekki fallist á að birgðatankurinn verði ofanjarðar til frambúðar. Hafnarstjórn beinir enn og aftur til umsækjenda að tankurinn verði niðurgrafinn á svæði vestan við flotbryggju þar sem önnur olíufélög eru með niðurgrafna tanka. Hafnarstjórn fellst á að birgðatankur verði settur til bráðabirgða niður vestan við landgang að flotbryggju gegn því að niðurgrafinn tankur verði kominn innan 3 mánaða. Lagnir á flotbryggju skulu liggja undir trélista.