Hoppa yfir valmynd

Kvörtun vegna ástands á viðlegu við Brjánslækjarhöfn og trébryggju í Patrekshöfn.

Málsnúmer 1605029

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. júní 2016 – Hafnarstjórn

Erindi frá Árna Bæring Halldórssyni, skipstjóra á Sæljóma BA-59. Í erindinu er vakin athygli á og gerðar athugasemdir við aðstöðu Brjánslækjar- og Patreksfjarðarhafna.

Hafnarstjórn Vesturbyggðar þakkar góðar ábendingar. Unnið verður að úrbótum og viðhaldi Brjánslækjar- og Patreksfjarðarhafna á sumarmánuðum. Rétt er að benda á að búið er að bjóða út framkvæmdir við dýpkun Brjánslækjarhafnar.