Fundur haldinn í Stúkuhúsið, Patreksfirði, 10. júní 2016 og hófst hann kl. 12:00
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson
Almenn erindi
1. Símon Bjarnason f.h. Frístunda-og smábátafélagið vegna flotbryggju Bd.
Erindi frá Símoni Bjarnasyni f.h. óstofnaðs félags, FRÍHAFNAR - Bíldudal. Í erindinu er sótt um leyfi til að setja niður flotbryggjur vestan við hafnargarðinn, neðan við íþróttahúsið Byltu. Framkvæmdin yrði framkvæmd á kostnað félagsins sem myndi jafnframt sjá um viðhald og rekstur. Aðallega yrði um báta undir 6 metrum að ræða.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið en óskar eftir frekari upplýsingum um framkvæmdina. Óskað er frekari upplýsinga um stærð flotbryggju, nákvæma staðsetningu, festur og landstöpul.
2. Ósk um staðsetning á listaverki.
Erindi frá Evu Ísleifsdóttur. Í erindinu er óskað eftir að fá að reisa og færa Bíldudal að gjöf listaverkið "Öngulinn". Verkið er skúlptúr sem byggir á táknmynd öngulsins. Öngullinn er í yfirstærð og er kræktur í stað. Inntak verksins á sér beina tengingu við huglæga persónugervingu staðarins. Verkið vísar í höfnina og sögu fisksins og fiskiðnað Íslendinga. Verkið snýr veiðinni við, fiskurinn er ekki lengur sá sem veiddur er heldur er það staðurinn. Í sumar verður haldinn listviðburður á sunnanverðum Vestfjörðum er ber nafnið Staðir / www.stadir.is og er ætlaður til eflingar á menningarhugsun á svæðinu. Í því tilefni sækir Eva sem einn af þátttakanda í Stöðum um að fá að reisa útilistaverk á Bíldudal.
Sótt er um að fá að staðsetja verkið yst á hafnargarðinum á Bíldudal.
Hafnarstjórn Vesturbyggðar þakkar höfðinglega gjöf og samþykkir erindið.
3. OV kostnaðaráætlun vegna stækkun heimtaugar við Bíldudalshöfn
Lögð fram til kynningar kostnaðaráætlun frá OV vegna stækkunar heimtaugar á Bíldudalshöfn upp í 400A.
4. J.Þ ósk um meðmæli vegna endurnýju á skírteini hafnsögumanns
Erindi frá Jóni Þórðarssyni. Í erindinu er óskað meðmæla vegna endurnýjunar á skírteini hafnsögumanns.
Hafnarstjórn Vesturbyggðar mælir með endurnýjun hafnsögu skírteinis Jóns Þórðarsonar kt. 180856-3239, Gilsbakka 8, 465 Bíldudal, fyrir hafnir Vesturbyggðar.
5. Kvörtun vegna ástands á viðlegu við Brjánslækjarhöfn og trébryggju í Patrekshöfn.
Erindi frá Árna Bæring Halldórssyni, skipstjóra á Sæljóma BA-59. Í erindinu er vakin athygli á og gerðar athugasemdir við aðstöðu Brjánslækjar- og Patreksfjarðarhafna.
Hafnarstjórn Vesturbyggðar þakkar góðar ábendingar. Unnið verður að úrbótum og viðhaldi Brjánslækjar- og Patreksfjarðarhafna á sumarmánuðum. Rétt er að benda á að búið er að bjóða út framkvæmdir við dýpkun Brjánslækjarhafnar.
6. Umsókn um aðstöðu fyrir smábátaafgreiðslu
Erindi frá Skeljungi hf. Í erindinu er sótt um aðstöðu fyrir olíugeymi til afgreiðslu smábáta við Patreksfjarðarhöfn. Sótt er um aðstöðu fyrir 10.000 lítra tvöfaldan olíugeymi með lekaeftirliti, ásamt afgreiðslubúnaði. Erindið var áður tekið á fundi Hafnarstjórnar þann 19.01.2016. Nú hafa borist uppdrættir sem og útfærslur framkvæmdarinnar.
Hafnarstjórn samþykkir umsóknina.
7. Önnur mál
Rætt um mönnunarmál. Ítrekað hefur verið auglýst eftir afleysingarfólki á Patrekshöfn, rætt um mögulegar lausnir.
Til kynningar
9. Hafnarsamband Ísl áframsendirt bréf frá Samgöngustofu vegna framkvæmda við hafnir
Lagt fram til kynningar frá Hafnarsambandi Íslands áframsent bréf frá Samgöngustofu er varðar tilkynningarskyldu hafna varðandi framkvæmdir við hafnir.
10. Ábending um verkefni útskriftarnema LÍ um bætt aðgengi við Brjánlækjarhöfn
Erindi frá Halldóri Árnasyni. Í erindinu er vakin athygli Hafnarstjórnar á verkefni 6 útskriftarnema við Listháskóla Íslands um bætt aðgengi við höfnina á Brjánslæk. Þar var m.a. hönnuð ný aðstaða fyrir ferðamenn og aðkoma að hafnarsvæðinu frá þjóðveginum. Einnig víkur bréfritari að þeirri staðreynd að þetta sé sá staður, þar sem Hrafna-Flóki nam land og gaf landinu nafnið Ísland og að það ættum við að nýta okkur til fulls og nefna höfnina "Flókahöfn".
Hafnarstjórn þakkar ábendinguna.
11. HAfnarsamband Ísl. fundargerð stjórnar nr.384
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00