Hoppa yfir valmynd

Ábending um verkefni útskriftarnema LÍ um bætt aðgengi við Brjánlækjarhöfn

Málsnúmer 1605030

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. júní 2016 – Hafnarstjórn

Erindi frá Halldóri Árnasyni. Í erindinu er vakin athygli Hafnarstjórnar á verkefni 6 útskriftarnema við Listháskóla Íslands um bætt aðgengi við höfnina á Brjánslæk. Þar var m.a. hönnuð ný aðstaða fyrir ferðamenn og aðkoma að hafnarsvæðinu frá þjóðveginum. Einnig víkur bréfritari að þeirri staðreynd að þetta sé sá staður, þar sem Hrafna-Flóki nam land og gaf landinu nafnið Ísland og að það ættum við að nýta okkur til fulls og nefna höfnina "Flókahöfn".

Hafnarstjórn þakkar ábendinguna.