Hoppa yfir valmynd

Ósk um staðsetning á listaverki.

Málsnúmer 1605050

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. júní 2016 – Hafnarstjórn

Erindi frá Evu Ísleifsdóttur. Í erindinu er óskað eftir að fá að reisa og færa Bíldudal að gjöf listaverkið "Öngulinn". Verkið er skúlptúr sem byggir á táknmynd öngulsins. Öngullinn er í yfirstærð og er kræktur í stað. Inntak verksins á sér beina tengingu við huglæga persónugervingu staðarins. Verkið vísar í höfnina og sögu fisksins og fiskiðnað Íslendinga. Verkið snýr veiðinni við, fiskurinn er ekki lengur sá sem veiddur er heldur er það staðurinn. Í sumar verður haldinn listviðburður á sunnanverðum Vestfjörðum er ber nafnið Staðir / www.stadir.is og er ætlaður til eflingar á menningarhugsun á svæðinu. Í því tilefni sækir Eva sem einn af þátttakanda í Stöðum um að fá að reisa útilistaverk á Bíldudal.

Sótt er um að fá að staðsetja verkið yst á hafnargarðinum á Bíldudal.

Hafnarstjórn Vesturbyggðar þakkar höfðinglega gjöf og samþykkir erindið.