Hoppa yfir valmynd

Símon Bjarnason f.h. Frístunda-og smábátafélagið vegna flotbryggju Bd.

Málsnúmer 1606004

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. júní 2016 – Hafnarstjórn

Erindi frá Símoni Bjarnasyni f.h. óstofnaðs félags, FRÍHAFNAR - Bíldudal. Í erindinu er sótt um leyfi til að setja niður flotbryggjur vestan við hafnargarðinn, neðan við íþróttahúsið Byltu. Framkvæmdin yrði framkvæmd á kostnað félagsins sem myndi jafnframt sjá um viðhald og rekstur. Aðallega yrði um báta undir 6 metrum að ræða.

Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið en óskar eftir frekari upplýsingum um framkvæmdina. Óskað er frekari upplýsinga um stærð flotbryggju, nákvæma staðsetningu, festur og landstöpul.