Hoppa yfir valmynd

Bláfáni 2016

Málsnúmer 1607005

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

31. júlí 2016 – Hafnarstjórn

Lagt fram til kynningar minnisblað frá Davíð R. Gunnarssyni. Rætt um umgengnismál á höfnunum.

Málinu frestað og hafnarstjóra falið að boða hafnarverði á næsta fund hafnarstjórnar.




31. október 2016 – Hafnarstjórn

Vísað er í 1. tölul. fundargerðar 145. fundar hafnarstjórnar frá 31. júlí sl. Lagt fram minnisblað frá Davíð R. Gunnarssyni, slökkviliðsstjóra dags. í júlí sl., drög að umhverfisstefnu Hafnarsjóðs Vesturbyggðar og úttektarskýrslur frá Landvernd um bláfánaverkefni fyrir Patrekshöfn og Bíldudalshöfn. Davíð R. Gunnarsson sat fundinn undir þessum lið dagskrár.
Hafnarstjórn felur hafnarvörðum að vinna áfram að úrbótum þeirra ábendinga sem fram koma í úttektarskýrslum Landverndar. Hafnarstjórn frestar afgreiðslu á nýrri umhverfisstefnu hafna Vesturbyggðar.