Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 31. október 2016 og hófst hann kl. 17:00
Fundargerð ritaði
- Þórir Sveinsson starfandi hafnarstjóri.
Til kynningar
1. Hafnarsambandið skýrsla um stöðu hafna
Lagt fram drög skýrslu að stefnumörkun fyrir Hafnasamband Íslands.
Lagt fram til kynningar.
2. Hafnarsamband Ísl. fundargerð stjórnar nr.387
Lögð fram fundargerð 386. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 16. ágúst 2016.
Lagt fram til kynningar.
3. Hafnarsamband Ísl. fundargerð stjórnar nr.386
Lögð fram fundargerð 387. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 19. september 2016.
Lagt fram til kynningar.
4. Hafnarsamband Íslands - fundargerð stjórnar nr. 388.
Lögð fram fundargerð 388. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 12. október 2016.
Lagt fram til kynningar.
5. Hafnarsamband Ísl. hafnarsambandsþing á Ísafirði 13-14.október 2016
Lögð fram dagskrá ársþings Hafnasamband Íslands sem haldið var 13.-14. október sl. á Ísafirði. Hjörtur Sigurðsson sat þingið fyrir hönd Hafnasjóðs Vesturbyggðar. Rætt um þingið og þau málefni sem tekin voru fyrir á þinginu.
Lagt fram til kynningar.
Almenn erindi
6. Hafnarsjóður - rekstur og fjárfestingar.
Lagt fram yfirlit rekstrar fyrstu níu mánuði ársins, janúar-september 2016.
Lagt fram til kynningar.
7. Fjárhagsáætlun 2017.
Lagðar fram tillögur að sérgreindum verkefnum vegna fjárhagsáætlunar 2017.
Lagt fram til kynningar.
8. Vegagerðin - Rekstur Brjánslækjarhafnar 2015.
Vísað er í 2.tölul. fundargerðar 145. fundar hafnarstjórnar frá 31. júlí 2016. Rætt um gjaldskrá og rekstur Brjánslækjarhafnar.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að afla verðhugmynda hjá verktökum vegna mögulegrar úttektar á Brjánslækjarhöfn.
9. Vegagerðin - styrking grjótvarnar við Oddann 2016.
Lagt fram drög að verksamningi að upphæð 18.656.102 kr. ásamt fylgiskjölum á milli Hafnarstjórnar Vesturbyggðar og Allt í Járnum ehf um verkið "Patreksfjörður, styrking grjótvarnar við Oddann 2016". Vegagerðin fjármagnar 85% af verkinu en hafnarsjóður 15%.
Hafnarstjórn samþykkir verksamninginn og greiðist hlutur hafnarsjóðs af fjárveitingum ársins í hafnarmannvirkjum.
10. Deiliskipulag - Hafnargarður
Lagðar fram teikningar með hugmyndum að uppbyggingu iðnaðarsvæðis og fyrirkomulagi hafnarmannvirkja í Bíldudalshöfn. Fannar Gíslason, Vegagerðin sat fundinn undir þessum lið dagskrár.
Lagt fram til kynningar.
11. Bláfáni 2016
Vísað er í 1. tölul. fundargerðar 145. fundar hafnarstjórnar frá 31. júlí sl. Lagt fram minnisblað frá Davíð R. Gunnarssyni, slökkviliðsstjóra dags. í júlí sl., drög að umhverfisstefnu Hafnarsjóðs Vesturbyggðar og úttektarskýrslur frá Landvernd um bláfánaverkefni fyrir Patrekshöfn og Bíldudalshöfn. Davíð R. Gunnarsson sat fundinn undir þessum lið dagskrár.
Hafnarstjórn felur hafnarvörðum að vinna áfram að úrbótum þeirra ábendinga sem fram koma í úttektarskýrslum Landverndar. Hafnarstjórn frestar afgreiðslu á nýrri umhverfisstefnu hafna Vesturbyggðar.
12. Umsókn um stöðuleyfi fyrir tjaldhús
Lagt fram erindi frá Víkingi Gunnarssyni f.h. Arnarlax hf. sem vísað var til hafnarstjórnar á 24. fundi skipulags- og umhverfisráðs 25.júlí sl. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir tjaldhús við Hafnarteig 1, Bíldudal. Tjaldhúsið er ætlað sem geymsla undir laxafóður.
Lóð þessi er ætluð fyrir starfsemi Bíldudalshafnar. Skipulags- og umhverfisráð samþykkti erindið fyrir sitt leyti með þeim fyrirvara að gerður verði samningur til tveggja ára, uppsegjanlegur með 6 mánaða fyrirvara komi til nýtingar sveitarfélagsins á lóðinni.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið en óskar eftir nánari upplýsingum.
13. Önnur mál
Lagt fram bréf dags. 31. okt. 2016 frá formanni hafnarstjórnar vegna uppbyggingar hafnargarðs fyrir nýja smábátahöfn á Brjánslæk og felur hafnarstjóra að fylgja málinu eftir.
Greinargerð:
Hafnarstjórn óskar eftir að hafinn verði undirbúningur við
framkvæmdir á varnargarði fyrir nýja smábátahöfn á Brjánslæk.
Núverandi staðsetning flotbryggju er mjög slæm enda opin fyrir
sjógangi og aðgerðir til að bæta þar úr eru ómögulegar þar sem
það þrengir svo mikið að innsiglingu fyrir ferjuna Baldurs.
Nú þegar er erfitt fyrir ferjuna að athafna sig á svæðinu og
getur skapast mikil hætta í vondum veðrum þegar ferjan
leggst að bryggju. Einnig er orðinn mikil umferð i kringum ferjuna og
því mjög erfitt fyrir sjómenn að athafna sig við núverandi flotbryggju.
Þessi slæma hafnaraðstaða hefur hamlað sjósókn minni báta frá Brjánslæk
í langan tíma og er algjörlega óviðunandi.
Nýverið var lokið við dýpkun ferjuhafnarinnar og var miklu magni
af efni losað á þann stað sem hinn nýi garður er áætlaður, sem gerir
það að verkum að mun minna efni þarf til framkvæmdanna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:47