Hoppa yfir valmynd

Umsókn um leyfi til niðurrifs, Höfðabrún.

Málsnúmer 1607032

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. ágúst 2016 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Þóri Sveinssyni f.h. Vesturbyggðar. Í erindinu er sótt um leyfi til niðurrifs á Lönguhlíð 22 Bíldudal. Húsið stendur innan flóðfarvegs ofanflóðavarna við Búðargil. Í vor skall aurflóð á húsinu sem skemmdi það umtalsvert. Húsið hefur verið auglýst til útleigu en engar umsóknir bárust. Umsókninni fylgir jákvæð umsögn Minjastofnunar fyrir niðurrifinu en húsið er aldursfriðað.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir leyfi til niðurrifs og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.