Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #25

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 15. ágúst 2016 og hófst hann kl. 16:00

    Fundargerð ritaði
    • Elfar Steinn Karlsson forstöðum. tæknideildar

    Óskar Örn Gunnarsson er viðstaddur í gegnum fjarfundarbúnað.

    Almenn erindi

    1. Umsókn um leyfi til niðurrifs, Höfðabrún.

    Erindi frá Þóri Sveinssyni f.h. Vesturbyggðar. Í erindinu er sótt um leyfi til niðurrifs á Lönguhlíð 22 Bíldudal. Húsið stendur innan flóðfarvegs ofanflóðavarna við Búðargil. Í vor skall aurflóð á húsinu sem skemmdi það umtalsvert. Húsið hefur verið auglýst til útleigu en engar umsóknir bárust. Umsókninni fylgir jákvæð umsögn Minjastofnunar fyrir niðurrifinu en húsið er aldursfriðað.

    Skipulags- og umhverfisráð samþykkir leyfi til niðurrifs og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

      Málsnúmer 1607032

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Kattahald í Vesturbyggð.

      Lagt fram til kynningar öðru sinni drög að samþykkt vegna kattahalds í Vesturbyggð.

      Skipulags- og umhverfisráð felur forstöðumanni tæknideildar að óska umsagnar heilbrigðiseftirlits Vestfjarða um samþykktina.

      Málinu frestað.

        Málsnúmer 1602046 4

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Umsókn um byggingarleyfi - breytt innra skipulag, utanhússklæðning o.fl.

        Tekið fyrir aftur erindi Jóhanns Svavarssonar f.h. Aðalstrætis 62 ehf. Skipulags- og umhverfisráð frestaði afgreiðslu hluta umsóknar á 9.fundi ráðsins þann 11.05.2015. Frestað var þeim hluta er snýr að stækkuðum byggingarreit.

        Skipulags- og umhverfisráð samþykkir stækkun byggingarreits í samræmi við uppdrætti og felur skipulagsfulltrúa að vinna grenndarkynningu fyrir stækkunina. Vísað er til 20.gr reglugerðar um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirgðahættumats nr. 505/2000.

          Málsnúmer 1505009 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Skipulagsstofnun aukin framleiðsla Ískalk beiðni um umsögn

          Erindi frá Skipulagsstofnun. Óskað er umsagnar á aukinni framleiðslu Íslenska Kalkþörungafélagsins á Bíldudal, skv. bréfi dags. 04.07.2016 og greinargerð unnin af Verkís, dags. 24.06.2016. Erindi tekið fyrir aftur eftir umfjöllun bæjarráðs sem vísað erindinu til skipulags- og umhverfisráðs á 772. fundi sínum þann 26.07.2016.

          Í greinagerð Verkís dags. 24.06.2016 er ágætlega gert grein fyrir efnistöku og umhverfi. Þó bendir ráðið á mótsagnir í kafla 3.10.1, Ryk og kafla 7.2, Mótvægisaðgerðir en í kafla 3.10.1 segir að vatnsskortur hafi hamlað fullkominni virkni vothreinsibúnaðar, en í kafla 7.2 segir að nýtt afar fullkomið rykhreinsivirki hafi nýverið verið tekið í notkun og hafi verið að skila tilætluðum árangri.
          Lesa má í eftirlitsskýrslum Umhverfisstofnunar að Íslenska Kalkþörungafélagið hefur ekki náð nægum tökum á hreinsun útblásturs og leggur skipulags- og umhverfisráð þunga áherslu á að útblástur verði innan marka útgefins leyfis sem og að hávaði sé í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 933/1999, um hávaða.

          Skipulagsstofnun birti með úrskurði sínum þann 3. mars 2003 að efnisnám úr Arnarfirði í Vesturbyggð og Ísafjarðarbæ hefði ekki í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, einnig kom fram í þeim úrskurði að verksmiðjan félli ekki undir ákvæði 1. og 2. viðauka við lög nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.

          Áform Íslenska Kalkþörungafélagsins eru að auka árlegt efnisnám til fullnýtingar á vinnsluleyfi, en á fyrstu árum verksmiðjunnar var efnisnám minna en leyfið tiltók.

          Í ljósi þess að ekki er fyrirhugað að auka heildarefnisnám telur skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar að umrædd framkvæmd sé ekki frekar háð mati á umhverfisáhrifum í dag en á árinu 2003 m.t.t. efnisnáms. Ráðið leggur þó áherslu á að verksmiðjan starfi innan þess leyfis- og lagaramma sem um starfsemi fyrirtækisins gildir.

          Guðmundur V. Magnússon vék fund undir afgreiðslu málsins.

            Málsnúmer 1607009 4

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00