Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð - 793

Málsnúmer 1702001F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. febrúar 2017 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 9. töluliðum.
Til máls tóku: Forseti, bæjarstjóri, NÁJ og ÁS.
1.tölul. Skipulagsstofnun ? framleiðsla á 4.000 tonnum af laxi í Arnarfirði. Bæjarstjórn Vesturbyggðar gerir ekki efnislegar athugasemdir um matsáætlunina. Bæjarstjórn minnir á mikilvægi þess að sveitarfélög hafi skipulagsvald yfir hafsvæði utan netalagna og áréttar mikilvægi þess að opinberar eftirlitsstofnanir sinni hlutverki sínu af alúð í þágu umhverfis og lífríkis sjávar m.a. með því að hafa fasta starfsstöð á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem á landssvæðinu er eitt umfangsmesta sjókvíaeldi í landinu.
6.tölul. Markaðsstofa Vestfjarða - skipan fulltrúa í svæðisráð fyrir Vestfirði. Bæjarstjórn staðfestir skipan Gerðar B. Sveinsdóttur í samráði við Tálknafjarðarhrepp sem fulltrúa sveitarfélaganna á sunnanverðum Vestfjörðum í svæðisráð fyrir Vestfirði.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.