Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 15. febrúar 2017 og hófst hann kl. 17:00
Fundargerð ritaði
- Þórir Sveinsson skrifstofustjóri
Til kynningar
Fundargerð
Fundargerðin er í 6. töluliðum.
Til máls tóku: Bæjarstjóri, HT, ÁS, GÆÁ, forseti og GPH.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í 4. töluliðum.
Til máls tók: Bæjarstjóri.
2. tölul. Gamla Smiðjan á Bíldudal. Bæjarstjórn vísar dagskrárliðnum til bæjarráðs.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Fundargerðin er í 9. töluliðum.
Til máls tóku: Forseti, ÁS og HT.
HT lét bóka að hann hafi ekki tekið þátt í afgreiðslu 3.tölul. dagskrár vegna tengsla við aðila máls. Bæjarstjóri lét bóka að hún hafi ekki tekið þátt í afgreiðslu 2.tölul. og 7.tölul. dagskrár vegna tengsla við aðila máls.
4. tölul. Framkvæmdaleyfi. Snjósöfnunargrindur og vindkljúfar ofan upptaka svæða Urða og Klifs. Tekin fyrir umsókn um framkvæmdaleyfi frá Vesturbyggð, dags. 10.02.2017. Framkvæmdin felur í sér annars vegar að setja upp snjósöfnunargrindur úr stáli, og hins vegar að setja upp fimm vindkljúfa úr stáli og timbri á steypta undirstöðu ofan upptakasvæða Urða og Klifs, á Patreksfirði. Erindinu fylgja gögn unnin af Verkís og Framkvæmdasýslu ríkisins. Gert er ráð fyrir að verkið hefjist í maí og verklok eru 30. september 2017.
Bæjarstjórn samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis og felur skipulagsfulltrúa útgáfu þess eins og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mæla fyrir um.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til staðfestingar
3. Bæjarráð - 792
Fundargerðin er í 11. töluliðum.
Til máls tóku: Forseti, NÁJ, HT, ÁS, bæjarstjóri og GPH.
2.tölul. Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning. Bæjarstjórn samþykkir reglur Vesturbyggðar um sérstakan húsnæðisstuðning.
3.tölul. Fjallskil 2017. Bæjarstjórn frestar afgreiðslu dagskrárlíðarins.
4.tölul. Rekstur og fjárhagsstaða 2017. Bæjarstjórn samþykkir að aukaklippikort til einstaklinga kosti 8.500 kr. og að móttekið sorp á gámastöðvar Vesturbyggðar frá lögaðilum fari eftir gjaldskrá Gámaþjónustu Vestfjarða ehf. hverju sinni eða nú 6.220 kr. án vsk. fyrir hvern rúmmetra.
Bæjarstjórn samþykkir að 7. tölul. reglna á árinu 2017 um niðurfellingu fasteignagjalda ellilífeyrisþega og öryrkja falli niður.
11.tölul. Reykjavíkurflugvöllur - ályktun um neyðarbraut. Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur undir með þeim sveitarfélögum sem undanfarið hafa ályktað um lokun NA/SV flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli, svokallaðrar neyðarbrautar. Það hefur sýnt sig að það er algjörlega óásættanlegt að brautin sé lokuð meðan ekki er boðið upp á aðrar lausnir til að sinna sjúkraflugi við þau tilteknu skilyrði sem brautinni er ætlað að sinna. Bíðum ekki eftir að það eigi sér stað óafturkræft tjón til að gripið verði til aðgerða. Íbúar landsbyggðarinnar þurfa að hafa óskert aðgengi að sjúkrahúsi allra landsmanna í Reykjavík.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
4. Bæjarráð - 793
Fundargerðin er í 9. töluliðum.
Til máls tóku: Forseti, bæjarstjóri, NÁJ og ÁS.
1.tölul. Skipulagsstofnun ? framleiðsla á 4.000 tonnum af laxi í Arnarfirði. Bæjarstjórn Vesturbyggðar gerir ekki efnislegar athugasemdir um matsáætlunina. Bæjarstjórn minnir á mikilvægi þess að sveitarfélög hafi skipulagsvald yfir hafsvæði utan netalagna og áréttar mikilvægi þess að opinberar eftirlitsstofnanir sinni hlutverki sínu af alúð í þágu umhverfis og lífríkis sjávar m.a. með því að hafa fasta starfsstöð á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem á landssvæðinu er eitt umfangsmesta sjókvíaeldi í landinu.
6.tölul. Markaðsstofa Vestfjarða - skipan fulltrúa í svæðisráð fyrir Vestfirði. Bæjarstjórn staðfestir skipan Gerðar B. Sveinsdóttur í samráði við Tálknafjarðarhrepp sem fulltrúa sveitarfélaganna á sunnanverðum Vestfjörðum í svæðisráð fyrir Vestfirði.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Almenn erindi
10. Deiliskipulag íbúðabyggðar og ofanflóðavarnargarða - Urðir, Mýrar
Lögð fram matslýsing fyrir deiliskipulag snjóflóðavarnagarðs og íbúðabyggðar við Urðir/Mýrar, dagsett í október 2016. Um er að ræða matslýsingu vegna deiliskipulags fyrir íbúðahverfi við Urðir/Mýrar sem innifelur flóðavarnir fyrir ofan byggðina sem verja eiga byggingar sem standa við Urðir og Mýrar á Patreksfirði.
Deiliskipulag þetta hefur áhrif á aðliggjandi deiliskipulög: deiliskipulag hafnarsvæðis og Klifs.
Til máls tók: Bæjarstjóri.
Bæjarstjórn samþykkir matslýsinguna vegna deiliskipulags fyrir íbúðahverfi við Urðir/Mýrar sem innifelur flóðavarnir fyrir ofan byggðina sem verja eiga byggingar sem standa við Urðir og Mýrar á Patreksfirði.
Jafnframt felur bæjarstjórn bæjarstjóra að óska eftir því við Ofanflóðasjóð að hafin verði vinna við mat á umhverfisáhrifum vegna varna ofan við Urðir, Hóla og Mýra á Patreksfirði.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:50