Hoppa yfir valmynd

Umhverfis- og samgöngunefnd - beiðni um umsögn, frumvarp til laga um umferðarlög.

Málsnúmer 1703053

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

4. apríl 2017 – Bæjarráð

Lagt fram tölvubréf dags. 28. mars sl. frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp um umferðarlög (bílastæðagjöld), 307. mál.
Bæjarráð Vesturbyggðar fagnar framkomnu frumvarpi um breytingar á umferðarlögum þar sem sveitarfélögum er heimilt að setja reglur um notkun stöðureita og gjaldtöku fyrir hana á landi í umráðum hennar. Bæjarráð bendir á að í núgildandi umferðarlögum er sveitarfélögum ekki heimilt að innheimta slíkt gjald utan kaupstaða og kauptúna þrátt fyrir að miklar kröfur eru gerðar til þessara sömu sveitarfélaga um uppbyggingu áningastaða fyrir ferðamenn með fullkominni salernis- og hreinlætisaðstöðu og um sorphreinsun. Þessi sveitarfélög sitja uppi með kostnaðinn af ferðamönnum án þess að nægjanlegar tekjur komi á móti til að standa undir þjónustunni sem krafist er.