Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #797

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 4. apríl 2017 og hófst hann kl. 09:00

  Fundargerð ritaði
  • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

  Almenn erindi

  1. Fjárhagsáætlun 2017 - viðaukar.

  Lagður fram viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2017 að upphæð 4.650 þús.kr. um endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins, samningur við Landsmótun slf, og samningur við Smára Haraldsson um verkefnið „Fiskeldi og rannsóknir“. Viðaukinn fjármagnist af handbæru fé.
  Bæjarráð samþykkir viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2017 og vísar erindinu til bæjarstjórnar.

   Málsnúmer 1703051 5

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   2. Skjaldborg heimildarmyndahátíð - beiðni um styrk 2017.

   Lagt fram bréf dags. 29. mars sl. frá undirbúningshópi Skjaldborgarhátíðarinnar með beiðni um styrk árið 2017 vegna hátíðarinnar. Gerður B. Sveinsdóttir, verkefnastjóri samfélagsuppbyggingar sat fundinn undir þessum lið dagskrár.
   Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir ársreikningi hátíðarinnar fyrir rekstrarárið 2016.

    Málsnúmer 1703056 2

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    3. Framkvæmdasýsla ríkisins - tilboð vegna útboðs snjósöfnunargrinda við Urði og Klif.

    Lagt fram bréf dags. 30. mars sl. frá Framkvæmdasýslu ríkisins þar sem lagt er til að lægsta tilboði í verkefnið „Snjósöfnunargrindur ofan Urða og Klifs“ að upphæð 56.325.750 kr. frá Köfunarþjónustunni ehf verði tekið.
    Bæjarráð samþykkir tillögu Framkvæmdasýslu ríkisins um töku á tilboði Köfunarþjónustunarinnar ehf í verkefnið „Snjósöfnunargrindur ofan Urða og Klifs“.

     Málsnúmer 1704001

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     Til kynningar

     4. Fjórðungssamband Vestfirðinga - fundargerðir stjórnar.

     Lögð fram fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga haldinn 23. mars sl.
     Lagt fram til kynningar.

      Málsnúmer 1702016 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      5. Breytingar á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.

      Lagt fram bréf dags. 21. mars sl. frá Brú lífeyrissjóði þar sem tilkynnt er breyting á A deild Brúar lífeyrissjóðs vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 1/1997.
      Lagt fram til kynningar.

       Málsnúmer 1703050

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       6. Unhverfis- og samgöngunefnd - beiðni um umsögn, frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga.

       Lagt fram tölvubréf dags. 28. mars sl. ásamt fylgiskjölum frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði), 306. mál.
       Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

        Málsnúmer 1703052

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        7. Umhverfis- og samgöngunefnd - beiðni um umsögn, frumvarp til laga um umferðarlög.

        Lagt fram tölvubréf dags. 28. mars sl. frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp um umferðarlög (bílastæðagjöld), 307. mál.
        Bæjarráð Vesturbyggðar fagnar framkomnu frumvarpi um breytingar á umferðarlögum þar sem sveitarfélögum er heimilt að setja reglur um notkun stöðureita og gjaldtöku fyrir hana á landi í umráðum hennar. Bæjarráð bendir á að í núgildandi umferðarlögum er sveitarfélögum ekki heimilt að innheimta slíkt gjald utan kaupstaða og kauptúna þrátt fyrir að miklar kröfur eru gerðar til þessara sömu sveitarfélaga um uppbyggingu áningastaða fyrir ferðamenn með fullkominni salernis- og hreinlætisaðstöðu og um sorphreinsun. Þessi sveitarfélög sitja uppi með kostnaðinn af ferðamönnum án þess að nægjanlegar tekjur komi á móti til að standa undir þjónustunni sem krafist er.

         Málsnúmer 1703053

         Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


         8. Atvinnuveganefnd - beiðni um umsögn, frumvarp til laga um stjórn fiskveiða.

         Lagt fram tölvubréf dags. 30. mars sl. frá atvinnuveganefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (strandveiðar), 176. mál.
         Lagt fram til kynningar.

          Málsnúmer 1703054

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          9. Umhverfis- og samgöngunefnd - beiðni um umsögn, frumvarp til laga um Umhverfisstofnun.

          Lagt fram tölvubréf dags. 17. mars sl. frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög), 204. mál.
          Lagt fram til kynningar.

           Málsnúmer 1703048

           Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


           10. Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerð stjórnar nr. 848.

           Lögð fram fundargerð 848. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 24. mars 2017.
           Lagt fram til kynningar.

            Málsnúmer 1703055

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            11. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - fundargerð stjórnar.

            Lögð fram fundargerð 32. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 30. mars 2017.
            Lagt fram til kynningar. Bæjarráðs vísar 1. tölul. fundargerðarinnar til atvinnu- og menningarráðs til kynningar.

             Málsnúmer 1702018 3

             Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


             Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:40