Hoppa yfir valmynd

Græn skref - umhverfisvottun Vestfjarða.

Málsnúmer 1704013

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

6. apríl 2017 – Skipulags og umhverfisráð

Lína Björg Tryggvadóttir verkefnisstjóri hjá Fjórðungssambandi Vestfirðinga kom inn á fundinn og kynnti verkefnið Græn skref. Verkefnið snýst um að efla vistvænan rekstur í starfsemi sveitarfélagsins og minnka umhverfisáhrif sveitarfélagsins í fjórum skrefum.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar Línu Björg fyrir góða kynningu og leggur til við bæjarstjórn Vesturbyggðar að þær stofnanir sveitarfélagsins sem ekki eru þáttakendur í álíka verkefnum verði hvattar til að taka þátt í Grænum skrefum í tengslum við verkefnið umhverfisvottaðir Vestfirðir, en grunn- og leikskólar Vesturbyggðar hafa verið þáttakendur í grænfána verkefni Landverndar undanfarin ár sem og hafnir Vesturbyggðar þáttakendur í bláfána verkefni Landverndar. Ennfremur leggur skipulags- og umhverfisráð til við bæjarstjórn að tilnefndur verði ábyrgðaraðili innan sveitarfélagsins til að fylgja verkefninu eftir.




19. apríl 2017 – Bæjarráð

Lögð fram gögn um verkefnið „Græn skref, umhverfisvottun Vestfjarða“ frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, erindi sem vísað var til bæjarráðs á 308. fundi bæjarstjórnar þann 10. apríl sl.
Bæjarráð skipar Davíð Rúnar Gunnarsson sem fulltrúa Vesturbyggðar til að hafa umsjón fyrir þess hönd með verkefninu „Græn skref, umhverfisvottun Vestfjarða“.