Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #799

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 19. apríl 2017 og hófst hann kl. 13:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Til kynningar

    1. Icelandlastminute ehf. - greining á heimagistingu í sveitarfélögum.

    Lagt fram tölvubréf dags. 10. apríl sl. frá Icelandlastminute ehf með boði til sveitarfélaga um að draga saman yfirlit yfir Airbnb-gististaði, þ.e.a.s. heimagistingu.
    Lagt fram til kynningar.

      Málsnúmer 1704040

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Velferðarnefnd Alþingis - tillaga til þingsályktunar um framkvæmd á sviði barnaverndar.

      Lagt fram tölvubréf dags. 6. apríl sl. frá velferðarnefnd Alþingis með beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um framkvæmd á sviði barnaverndar, 378. mál.
      Bæjarráð vísar erindinu til velferðarráðs.

        Málsnúmer 1704019

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Umhverfis- og samgöngunefnd - tillaga til þingsályktunar um opnun neyðarbrautar á Reykjavíkurflugvelli.

        Lagt fram tölvubréf dags. 10. apríl sl. frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis með beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um opnun neyðarbrautar á Reykjavíkurflugvelli, 156. mál.
        Bæjarráð Vesturbyggðar ályktaði á 792. fundi sínum 24. janúar 2017 og tók undir með þeim sveitarfélögum sem höfðu ályktað um lokun NA/SV flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli, svokallaðrar neyðarbrautar. Það hefur sýnt sig að það er algjörlega óásættanlegt að brautin sé lokuð meðan ekki er boðið upp á aðrar lausnir til að sinna sjúkraflugi við þau tilteknu skilyrði sem brautinni er ætlað að sinna. Íbúar landsbyggðarinnar þurfa að hafa óskert aðgengi að sjúkrahúsi allra landsmanna í Reykjavík. Því tekur bæjarráð Vesturbyggðar undir með flutningsmönnum þingsályktunarinnar, mál 156, um opnun neyðarbrautar á Reykjavíkurflugvelli.

          Málsnúmer 1704028

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Umhverfis- og samgöngunefnd - tillaga að þingsályktun um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll.

          Lagt fram tölvubréf dags. 10. apríl sl. frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis með beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 222. mál.
          Lagt fram til kynningar.

            Málsnúmer 1704029

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Umhverfis- og samgöngunefnd - frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum.

            Lagt fram tölvubréf dags. 10. apríl sl. frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um um breytingu á sveitarstjórnarlögum (íbúakosningar), 184. mál.
            Lagt fram til kynningar,

              Málsnúmer 1704030

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Umhverfis- og samgöngunefnd - tillaga til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga.

              Lagt fram tölvubréf dags. 10. apríl sl. frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis með beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga, 270. mál.
              Lagt fram til kynningar.

                Málsnúmer 1704031

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Umhverfis- og samgöngunefnd - tillaga um stefnumörkun og aðgerðaráætlun um kolefnishlutlaust Ísland.

                Lagt fram tölvubréf dags. 10. apríl sl. frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis með beiðni um umsögn um tillögu um stefnumörkun og aðgerðaráætlun um kolefnishlutlaust Ísland, 144. mál.
                Lagt fram til kynningar.

                  Málsnúmer 1704032

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Umhverfis- og samgöngunefnd - tillaga til þingsályktunar um skipan starfshóps til að endurbæta löggjöf , vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra.

                  Lagt fram tölvubréf dags. 10. apríl sl. frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis með beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um skipan starfshóps til að endurbæta löggjöf, vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra, 87. mál.
                  Lagt fram til kynningar.

                    Málsnúmer 1704033

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Umhverfis- og samgöngunefnd - frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum umbúða fyrir drykkjarvörur.

                    Lagt fram tölvubréf dags. 11. apríl sl. frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum umbúða fyrir drykkjarvörur (EEF-reglur o.fl.), 333. mál.
                    Lagt fram til kynningar,

                      Málsnúmer 1704034

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      10. Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerð stjórnar nr. 849.

                      Lögð fram fundargerð 849. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 31. mars sl.
                      Lagt fram til kynningar.

                        Málsnúmer 1704035

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        12. UMFÍ - ályktun ráðstefnu "Ungt fólk og lýðræði 2017".

                        Lagt fram tölvubréf dags. 10. apríl sl. ásamt fylgiskjali með álykun ráðstefnunarinnar „Ungt fólk og lýðræði 2017“, haldin 5.-7. apríl sl.
                        Bæjarráð vísar erindinu til ungmennaráðs.

                          Málsnúmer 1704041

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          Almenn erindi

                          11. Rekstur og fjárhagsstaða 2017.

                          Mættur til viðræðna við bæjarráð Elfar St. Karlsson, forstm. tæknideildar, um verkefni og verklegar framkvæmdir á árinu.

                            Málsnúmer 1701012 19

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            13. Svæðisskipulag Vestfjarða.

                            Lagt fram minnisblað dags 11. apríl sl. frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga o.fl. um svæðiskipulag fyrir Vestfirði.
                            Bæjarráð samþykkir að taka þátt í svæðisskipulagi Vestfjarða.

                              Málsnúmer 1704045

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              14. Thorp ehf. - stefnumótun í ferðaþjónustu.

                              Lagt fram tölvubréf dags. 3. apríl sl. ásamt fylgiskjali frá Thorp ehf þar sem boðin er fram þjónusta um stefnumótun í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.
                              Lagt fram til kynningar.

                                Málsnúmer 1704043

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                15. Ildi - tilraunaverkefni um þátttöku íbúa í Vesturbyggð.

                                Lagt fram tölvubréf dags. 10. apríl sl. ásamt fylgiskjali frá Ildi ehf um tilraunaverkefni um þátttöku íbúa í Vesturbyggð.
                                Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við verkefnastjóra Ildis ehf um verkefnið.

                                  Málsnúmer 1704039 3

                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                  16. Fjölís - endurnýjun samnings um afritun verndaðra verka.

                                  Lagt fram bréf dags. 4. apríl sl. frá Fjölís varðandi samning um afritun verndaðra verka.
                                  Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Fjölís um afritun verndaðra verka.

                                    Málsnúmer 1704042

                                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                    17. Velferðarráðuneytið - ábending vegna sérstaks húsnæðisstuðnings sveitarfélaga.

                                    Lagt fram tölvubréf dags. 12. apríl sl. ásamt fylgiskjölum með ábendingu um sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélaga.
                                    Bæjarráð vísar erindinu til velferðarráðs.

                                      Málsnúmer 1704044 2

                                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                      18. Innviðauppbygging í Vesturbyggð.

                                      Bæjarráð Vesturbyggðar leggur til við bæjarstjórn Vesturbyggðar að farið verði í innviðagreiningu og staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu atvinnustarfsemis í sveitarfélaginu, sem og greiningu á þjónustuþörf o.fl. miðað við mögulega fjölgun íbúa og ennfremur að horft verði samhliða til uppbyggingar í ferðaþjónustu. Nú þegar hefur verið leitað til Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða um gerð samfélagsgreiningar og ennfremur hefur verið leitað til atvinnuvegaráðuneytis og innanríkisráðuneytis um samstarf um verkefnið.

                                        Málsnúmer 1701002 6

                                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                        19. Græn skref - umhverfisvottun Vestfjarða.

                                        Lögð fram gögn um verkefnið „Græn skref, umhverfisvottun Vestfjarða“ frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, erindi sem vísað var til bæjarráðs á 308. fundi bæjarstjórnar þann 10. apríl sl.
                                        Bæjarráð skipar Davíð Rúnar Gunnarsson sem fulltrúa Vesturbyggðar til að hafa umsjón fyrir þess hönd með verkefninu „Græn skref, umhverfisvottun Vestfjarða“.

                                          Málsnúmer 1704013 2

                                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                          Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:55