Hoppa yfir valmynd

Nordfyns Kommune - vinarbæjarmót 2017.

Málsnúmer 1705006

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

9. maí 2017 – Bæjarráð

Lögð fram dagskrá vinabæjarmóts 2017 sem haldið verður í Nordfyns Kommune í Danmörku dagana 24. til 26. ágúst nk.
Bæjarráð felur skrifstofustjóra að kanna með þátttöku fulltrúa Vesturbyggðar.




12. september 2017 – Bæjarráð

Lagt fram minnisblað dags. 8. september sl. frá skrifstofustjóra um ferð fulltrúa Vesturbyggðar og Norræna félagsins á vinabæjarmót sem haldið var í sveitarfélaginu Nordfyn í Danmörku dagana 24. ? 27. ágúst sl.
Bæjarráð vísar minnisblaðinu til atvinnu- og menningarráðs.




18. september 2017 – Atvinnu og menningarráð

Lagt fram minnisblað frá Þóri Sveinssyni um vinabæjarmótið sem haldið var í Nordfyn í Danmörku dagana 24.- 27. ágúst 2017. Hjörtur Sigurðsson formaður nefndarinnar var meðal fulltrúa Vesturbyggðar á mótinu og fór hann yfir heimsóknina með ráðinu.

Tilboð í útgáfu listaverkabókar lagt fram til kynningar.
Atvinnu- og menningarráð leggur til við bæjarstjórn Vesturbyggðar að gert verði ráð fyrir hóflegum kostnaði vegna útgáfu bókar þar sem verk eftir danska myndlistamenn sem unnin voru í júní sl. í Vesturbyggð verði gefin út. Kanna mætti áhuga fyritækja á svæðinu á verkefninu áður en endanleg niðurstaða liggur fyrir.