Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #800

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 9. maí 2017 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Almenn erindi

    1. Félag heyrnalausra - styrkbeiðni.

    Lagt fram tölvubréf dags. 19. apríl sl. frá Félagi heyrnarlausra með beiðni um styrk vegna starfsemi félagsins á árinu 2017 og 2018.
    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

      Málsnúmer 1705009

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      8. Landgræðsla ríkisins - endurheimt votlendis í Selárdal.

      Lagt fram tölvubréf dags. 26. apríl sl. frá Landgræðslu ríkisins varðandi endurheimt votlendis í Selárdal í landi jarðanna Uppsalir og Selárdalur í tengslum við sóknaráætlun ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum um framkvæmd endurheimtunar votlendis.
      Bæjarráð Vesturbyggðar bendir á að á 689. fundi bæjarráðs þann 5. nóvember 2013 var bókað:
      „Bæjarráð Vesturbyggðar mælir ekki með þessum framkvæmdum enda eru tún nú þegar nýtt til slægju af nágrannabændum, þrátt fyrir að verkefnið um endurheimt votlendis sé jákvætt að flestu leyti. Vesturbyggð lagði mikla áherslu á að landbúnaðarhagsmunir væru tryggir þegar núverandi deiliskipulag var unnið og getur því ekki sætt sig við að þessir hagsmunir séu teknir fram yfir hagsmuni þeirra örfáu bænda sem eftir eru í Arnarfirði og reyna að draga björg í bú á þessum afskekkta stað. Fyrirhugaðar aðgerðir munu draga úr getu íbúa til að stunda búskapog hagsmunir þeirra ganga augljóslega fyrir öllu þegar óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins. Erindi vísað til landbúnaðarnefndar.“
      Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisráðs.

        Málsnúmer 1705007 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        9. Vímulaus æska - styrkbeiðni.

        Lagt fram tölvubréf dags. 2. maí sl. frá félagasamtökunum Vímulaus æska með beiðni um styrk vegna átaks í fjölskylduráðgjöf í foreldrahúsum.
        Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

          Málsnúmer 1705001

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          10. Fjórðungssamband Vestfirðinga - 62. Fjórðungsþing Vestfirðinga.

          Lögð fram dagskrá 62. Fjórðungsþing Vestfirðinga sem haldið verður í Bolungarvík 24. maí nk.
          Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja þingið og hvetur bæjarfulltrúa til að mæta.

            Málsnúmer 1705023

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            11. Kómedíuleikhúsið - beiðni um samstarfssamning 2017.

            Lagt fram bréf dags. 12. apríl sl. frá Kómedíuleikhúsinu með beiðni um samstarfssamning við að halda leiksýningar fyrir leik- og grunnskóla á Patreksfirði og Bíldudal.
            Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til fræðsluráðs.

              Málsnúmer 1705010 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              12. 10. bekkur Patreksskóla - styrkbeiðni, útskriftarferð 2017.

              Lagt fram bréf dags. 4. maí sl. frá foreldrum og nemendum 10. bekkjar Patreksskóla með beiðni um styrk vegna útskriftarferðar að vori 2017.
              Bæjarráð samþykkir 10.000 kr. styrk á nemanda vegna útskriftarferðarinnar. Kostnaður bókist á 04021-9990.

                Málsnúmer 1705024

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                13. Nordfyns Kommune - vinarbæjarmót 2017.

                Lögð fram dagskrá vinabæjarmóts 2017 sem haldið verður í Nordfyns Kommune í Danmörku dagana 24. til 26. ágúst nk.
                Bæjarráð felur skrifstofustjóra að kanna með þátttöku fulltrúa Vesturbyggðar.

                  Málsnúmer 1705006 3

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  14. Framkvæmdasýsla ríkisins -mat á umhverfisáhrifum Urðargata- Hólar -Mýrar.

                  Lagt fram bréf dags. 28. apríl sl. frá Framkvæmdasýslu ríkisins (FSR) með tillögu að töku tilboðs í verkið „Mat á umhverfisáhrifum á Patreksfirði, Urðargata, Hólar og Mýrar.“
                  Bæjarráð samþykkir tillögu FSR að taka tilboði VSÓ Ráðgjafar ehf í verkið.

                    Málsnúmer 1705008

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    15. Háskólasetur Vestfjarða - aðalfundarboð 2017.

                    Lagt fram bréf dags. 20. apríl sl. frá Háskólasetri Vestfjarða þar sem boðaður er aðalfundur fulltrúaráðs setursins 24. maí nk.
                    Bæjarráð felur bæjarstjóra að tilnefna fulltrúa Vesturbyggðar og varamanns í stjórn Háskólaseturs Vestfjarða.

                      Málsnúmer 1705013

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      16. Fjórðungssamband Vestfirðinga - umhverfisvottun sveitarfélaga á Vestfjörðum.

                      Lögð fram yfirlýsing dags. í maí 2017 frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga um sameiginlega stefnu sveitarfélaga á Vestfjörðum um sjálfbæra þróun í umhverfislegu og félagslegu tilliti.
                      Bæjarráð samþykkir yfirlýsinguna og felur bæjarstjóra að undirrita hana.

                        Málsnúmer 1705004

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        17. Breiðafjarðarferjan Baldur - áætlun.

                        Breiðafjarðarferjan Baldur hefur gert hlé á ferðum sínum milli Stykkishólms og Brjánslækjar þar sem skipið var lánað til Vestmannaeyja til afleysinga á meðan Herjólfur er í slipp.
                        Bæjarráð Vesturbyggðar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun að taka Breiðafjarðarferjuna Baldur úr áætlun yfir Breiðafjörð með tilheyrandi röskun fyrir íbúa og atvinnulíf. Bent er á að ferðir Baldurs eru mikilvægar fyrir ferðaþjónustu á svæðinu svo og aðrar útflutningsgreinar.
                        Greinargerð:
                        Sú ákvörðun að taka Baldur úr áætlun yfir Breiðafjörð og þar með setja ferðaþjónustu og þungaflutninga í uppnám er aðeins eitt lóð á vogarskálarnar í þeirri lítilsvirðingu sem íbúum og rekstraraðilum á sunnanverðum Vestfjörðum er sýnd þegar kemur að samgöngumálum.
                        Ferjan Baldur er afar mikilvæg fyrir svæðið því ekki er hægt að treysta á öruggar samgöngur á landi. Ferðaþjónustuaðilar á svæðinu finna glögglega fyrir þessu þar sem nokkuð hefur verið um afbókanir á gistihúsum og hótelum og eins hefur lítið verið um bókanir í maí samanborið við sama tíma á síðasta ári.
                        Ekki þarf mikið af út af að bregða svo settar séu á þungatakmarkanir á veg 60 sem að hluta til er löngu úreltur malarvegur sem ekki er nokkrum bjóðandi. Ef settar eru á þungatakmarkanir þýðir það að flutningabílar komast hvorki til né frá svæðinu veldur því að mikil verðmæti gætu tapast.
                        Það er fyrir löngu kominn tími til að samgöngumálum á þessu svæði sé komið í lag svo hægt sé að treysta á öruggar samgöngur til og frá svæðinu. Á meðan að ekki er hægt að tryggja samgöngur á landi er ferjan Baldur lífæð þessa svæðis og því óásættanlegt að henni sé kippt úr umferð.

                          Málsnúmer 1504006 2

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          18. Rekstur og fjárhagsstaða 2017.

                          Lagt fram tölvubréf dags. 2. maí sl. frá Byggðasamlagi Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks þar sem tilkynnt er um viðbótarframlag úr Jöfnunarsjóði til mæta hluta viðbótarframlaga aðildafélaga BsVest á árinu 2015.
                          Lagt fram yfirlit rekstrar fyrstu þrjá mánuði ársins, janúar-mars 2017.
                          Skrifað hefur verið undir kaupsamning vegna fasteignarinnar Stekkar 21, Patreksfirði.
                          Lögð fram kostnaðaráætlun vegna endurbóta á skrifstofurými bæjarskrifstofu við Aðalstræti 75, Patreksfirði. Kaupsamningi og kostnaðaráætlun vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2017.

                            Málsnúmer 1701012 19

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            Til kynningar

                            2. Velferðarnefnd Alþingis - tillaga til þingsályktunar um stefnu í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017-20121.

                            Lagt fram tölvubréf dags. 28. apríl sl. frá velferðarnefnd Alþingis með beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaráætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017-2021, 434. mál.
                            Bæjarráð vísar erindinu til velferðarráðs.

                              Málsnúmer 1705014

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              3. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis - frumvarp til laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna.

                              Lagt fram tölvubréf dags. 28. apríl sl. frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, 436. mál.
                              Lagt fram til kynningar.

                                Málsnúmer 1705015

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                4. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis - frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði.

                                Lagt fram tölvubréf dags. 28. apríl sl. frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði, 435. mál.
                                Lagt fram til kynningar.

                                  Málsnúmer 1705016

                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                  5. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis - frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög.

                                  Lagt fram tölvubréf dags. 28. apríl sl. frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 375. mál.
                                  Lagt fram til kynningar.

                                    Málsnúmer 1705017

                                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                    6. Náttúrustofa Vestfjarða - fundargerð stjórnar,

                                    Lögð fram fundargerð 103. fundar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða frá 24. apríl 2017.
                                    Lagt fram til kynningar.

                                      Málsnúmer 1705005

                                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                      7. Íbúðalánasjóður - úthlutun stofnframlaga 2017.

                                      Lagt fram dreifibréf til sveitarfélaga ásamt fylgiskjölum dags. 28. apríl sl. frá Íbúðalánasjóði með upplýsingum um fyrri úthlutun stofnframlaga árið 2017.
                                      Lagt fram til kynningar.

                                        Málsnúmer 1705019 2

                                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:12