Hoppa yfir valmynd

SB.varðar umferðaröryggi barna á Bíldudal

Málsnúmer 1705029

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. maí 2017 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Silju Baldvinsdóttur, íbúa á Dalbraut 11, Bíldudal. Í erindinu er þess óskað að umferðaröryggi verði bætt á Bíldudal með hraðatakmarkandi aðgerðum og skiltum. En nú eykst straumur ferðamanna um Bíldudal með hækkandi sól fyrir utan umferð þungaflutninga sem hefur aukist síðasta árið.

Skipulags- og umhverfisráð tekur undir áhyggjur bréfritara, en þung umferð er í gegnum Dalbrautina sem einnig er þétt íbúðargata. Komin er af stað vinna við umferðaröryggisáætlun fyrir sveitarfélagið og verður Bíldudalur viðfangsefni áætlunarinnar þetta árið. Við gerð áætlunarinnar verður m.a. umferðarhraði mældur í þéttbýlinu. Skipulags- og umhverfisráð leggur áherslu á að í tengslum við gerð umferðaröryggisáætlunar, verði farið í aðgerðir sem fyrst til lækkunar á umferðarhraða með varanlegum aðgerðum.