Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #34

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 15. maí 2017 og hófst hann kl. 16:00

    Fundargerð ritaði
    • Elfar Steinn Karlsson forstöðum. tæknideildar

    Almenn erindi

    1. Dalbraut 11. Umsagnarbeiðni, rekstrarleyfi gististaðar.

    Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 10.maí sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi að reka gistingu samkvæmt gistiflokki II að Dalbraut 11 á Bíldudal.

    Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis enda sé húsið í samræmi við samþykkta uppdrætti.

      Málsnúmer 1705035

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Hótel Flókalundur. Umsagnarbeiðni, rekstrarleyfi gististaður í flokki IV.

      Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 11.maí sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar um endurnýjað rekstrarleyfi að reka gistingu samkvæmt gistiflokki IV að Hótel Flókalundi á Barðaströnd.

      Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis enda sé húsið í samræmi við samþykkta uppdrætti.

        Málsnúmer 1705038

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. SB.varðar umferðaröryggi barna á Bíldudal

        Erindi frá Silju Baldvinsdóttur, íbúa á Dalbraut 11, Bíldudal. Í erindinu er þess óskað að umferðaröryggi verði bætt á Bíldudal með hraðatakmarkandi aðgerðum og skiltum. En nú eykst straumur ferðamanna um Bíldudal með hækkandi sól fyrir utan umferð þungaflutninga sem hefur aukist síðasta árið.

        Skipulags- og umhverfisráð tekur undir áhyggjur bréfritara, en þung umferð er í gegnum Dalbrautina sem einnig er þétt íbúðargata. Komin er af stað vinna við umferðaröryggisáætlun fyrir sveitarfélagið og verður Bíldudalur viðfangsefni áætlunarinnar þetta árið. Við gerð áætlunarinnar verður m.a. umferðarhraði mældur í þéttbýlinu. Skipulags- og umhverfisráð leggur áherslu á að í tengslum við gerð umferðaröryggisáætlunar, verði farið í aðgerðir sem fyrst til lækkunar á umferðarhraða með varanlegum aðgerðum.

          Málsnúmer 1705029

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Landgræðsla ríkisins - endurheimt votlendis í Selárdal.

          Lagt fram tölvubréf dags. 26. apríl sl. frá Landgræðslu ríkisins varðandi endurheimt votlendis í Selárdal í landi jarðanna Uppsalir og Selárdalur í tengslum við sóknaráætlun ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum um framkvæmd endurheimtunar votlendis.

          Skipulags-, byggingar- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við að farið verði í endurheimt votlendis á svæðinu svo framarlega sem túnin séu ekki nýtt og ekki séu áform um nýtingu þeirra.

            Málsnúmer 1705007 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Flokkunarkrá Bíldudal, staðsetning.

            Lögð fram beiðni frá bæjarstjóra Vesturbyggðar með ósk um að skipulags- og umhverfisráð leggi til nýja staðsetningu fyrir flokkunarkrá á Bíldudal.

            Skipulags- og umhverfisráð leggur til svæði neðan Hafnarbrautar 12, neðan við veg.

              Málsnúmer 1705036

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Hafnarsvæði Bíldudal. Breyting á aðkomu/umferð.

              Lagðar fram til kynningar hugmyndir að breyttri aðkomu að Bíldudalshöfn. Verið er að skoða möguleikann á því að loka fyrir umferð niður Hafnarbraut við húsnæði OV, þá yrði gerð ný aðkoma að höfninni við núverandi bílastæði fyrir smábátahöfnina.

              Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í hugmyndirnar, en huga þarf vel að bílastæðamálum á svæðinu.

                Málsnúmer 1705044 3

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Umhverfisvitund. Ósk um leyfi til að setja upp skilti við Dalbraut, Bíldudal.

                Erindi frá Marte E. Strandbakken, kennara 1-4.bekkjar í Bíldudalsskóla. Í erindinu er óskað heimildar til að setja upp skilti við Dalbraut á Bíldudal. Skiltin eiga að minna fólk á að ganga vel um og halda bænum hreinum.

                Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur forstöðumanni tæknideildar að vera í sambandi við bréfritara um staðsetningu skiltanna.

                  Málsnúmer 1705049

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Strandgata 5, Patreksfirði. Umsókn um byggingarleyfi - gluggar o.fl.

                  Erindi frá Reyni Finnbogasyni. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir breytingum á Strandgötu 5, Patreksfirði. Sótt er um leyfi til að setja glugga í stað bílskúrshurðar, og opna eldri glugga sem áður hafði verið lokað. Breytingarnar eru í samræmi við áður samþykktar teikningar.

                  Skipulags- og umhverfisráð samþykkir veitingu byggingarleyfis og felur byggingarfulltrúa útgáfu þess.

                    Málsnúmer 1704050

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Hesthús, Bíldudalur. Ósk um stöðuleyfi fyrir 20ft gám.

                    Erindi frá Ómari Sigurðssyni, Bíldudal. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir 20ft gám við hesthús hans ofan við Hól Bíldudal.

                    Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að veita stöðuleyfi í 12 mánuði fyrir gámnum.

                      Málsnúmer 1705034

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      10. Hagvon umsókn um byggingar- og athafnalóð við Eyragötu

                      Breyting á deiliskipulagi var grenndarkynnt með athugasemdarfresti til 12. maí 2017. Tvær athugasemdir bárust í einum tölvupósti dagsett 12. maí 2017 þar sem gerðar eru athugasemdir við breytinguna í nokkrum liðum.
                      Á grundvelli afgerandi athugasemda sem borist hafa við auglýsta grenndarkynningu þá getur skipulags- og umhverfisráð ekki heimilað færslu á byggingareit eins og óskað var eftir. Ennfremur í ljósi athugasemda sem bárust við grenndarkynninguna og að formleg úthlutun lóðar hafi ekki enn farið fram leggur skipulags- og umhverfisráð til við hafnarstjórn að úthlutun lóðar verði breytt og að eingöngu verði úthlutuð lóð undir iðnaðarhúsið sjálft, ekki athafnalóð umhverfis húsið.

                        Málsnúmer 1606007 9

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        11. Beiðni um afnot af grunni. - "Stapar ljóðlistaverk"

                        Lagt fram tölvubréf dags. 12.maí sl. frá verkefnastjóra samfélagsuppbyggingar í Vesturbyggð með ósk um leyfi til að setja upp 12 skilti með ljóðum Jóns úr Vör á svokallaðan efnalaugargrunn við Aðalstræti ásamt því að í framhaldinu að setja upp lýsingu og trébekki. Verkefnahópurinn samanstendur af Hauki Má Sigurðssyni, tveimur fulltrúm Lions á Patreksfirði, fulltrúa frá Vesturbyggð ásamt fulltrúa ferðaþjónustunnar.

                        Skipulags- og umhverfisráð samþykkir uppsetningu skiltanna.

                          Málsnúmer 1703042 3

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          12. ÍsKalk. Umsókn um sameiningu lóða, Strandgata 2 og Hafnarteigur 4.

                          Tekið fyrir erindi Einar Sveins Ólafsson fyrir hönd Íslenska Kalkþörungafélagsins dagsett 12.5. 2017 þar sem óskað er því að lóðir félagsins að Strandgöta 2 og Hafnarteig 4 verði sameinaðar og skipulagi þeirra breitt.

                          Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Bíldudal frá 2013, hljóti málið jákvæða umfjöllun hjá Hafnarstjórn Vesturbyggðar.

                          Frestur til að skila athugasemdum og ábendingum er 4 vikur, þ.e. til og með 21. júní 2017. Litið verður svo á að þeir sem ekki gera athugasemdir séu samþykkir fyrirhugaðri framkvæmd.

                          Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Vesturbyggðar á opnunartíma skrifstofunnar. Fyrirspurnir má einnig senda á netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is.

                            Málsnúmer 1705054 5

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            13. Flókalundur - Deiliskipulag

                            Tekið fyrir erindi Magnúsar H. Ólafssonar, dagsett 21. apríl 2017 þar sem óskað er eftir samþykki sveitarfélags Vesturbyggðar að fari verði í gerð deiliskipulags fyrir Flókalund í Vatnsfirði. Með erindinu fylgir áætlun þar sem raktar eru helstu forsendur og ástæður fyrir gerð deiliskipulags.

                            Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að farið verði í vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Flókalund.

                              Málsnúmer 1705048 5

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10