Hoppa yfir valmynd

Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið - byggðakvóti fiskiveiðiárið 2017-2018.

Málsnúmer 1709015

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

20. september 2017 – Bæjarráð

Lagt fram bréf dags. 11. september sl. frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem auglýst er til umsóknar byggðakvóti fiskveiðiársins 2017-2018.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2017-2018.




27. nóvember 2017 – Bæjarráð

Lagt fram bréf dags. 21. nóvember sl. frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem tilkynnt er um að Vesturbyggð hefur verið úthlutað 199 þorskígildistonnum sem byggðakvóta fiskveiðiársins 2017-2018.
Bæjarráð vísar erindinu til atvinnu- og menningarráðs til umsagnar.




1. desember 2017 – Atvinnu og menningarráð

Vegna úthlutunar á byggðakvóta til Patreksfjarðar, Bíldudals og Brjánslækjar leggur Atvinnu- og menningarráð Vesturbyggðar til að farið verði eftir fyrirmynd að almennum reglum sem gilda um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa í sveitarfélaginu fiskveiðiárið 2017/2018.

En þó með þeirri undantekningu að gert verði ráð fyrir að afli verði unninn innan sveitarfélagsins í stað byggðarlags þar sem við á.




5. desember 2017 – Bæjarráð

Mættur til viðræðna við bæjarráð Hafþór Jónsson, útgerðarmaður um byggðakvóta fiskveiðiársins 2017-2018. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri og Magnús Jónsson, bæjarráðsmaður létu bóka að þau hafi vikið af fundi vegna tengsla við aðila máls.