Hoppa yfir valmynd

Atvinnu og menningarráð #18

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 1. desember 2017 og hófst hann kl. 16:00

    Fundargerð ritaði
    • Gerður Björk Sveinsdóttir

    Almenn erindi

    1. Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið - byggðakvóti fiskiveiðiárið 2017-2018.

    Vegna úthlutunar á byggðakvóta til Patreksfjarðar, Bíldudals og Brjánslækjar leggur Atvinnu- og menningarráð Vesturbyggðar til að farið verði eftir fyrirmynd að almennum reglum sem gilda um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa í sveitarfélaginu fiskveiðiárið 2017/2018.

    En þó með þeirri undantekningu að gert verði ráð fyrir að afli verði unninn innan sveitarfélagsins í stað byggðarlags þar sem við á.

      Málsnúmer 1709015 4

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Til kynningar

      2. Aron Ingi Guðmundsson - hugmynd af menningartengdri starfsemi.

      Aron Ingi Guðmundsson kynnti hugmyndir sínar og Julie Gasiglia um nýtingu verbúðarhússins við Patreksfjarðarhöfn fyrir menningarverkefni.
      Atvinnu- og menningarráð lýsir ánægju sinni með hugmyndirnar og fagnar aukinni menningu á svæðinu.

        Málsnúmer 1710003 3

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Samningur við umhverfissstofnun um refa og minnkaveiðar

        Samningur um refaveiðar 2017-2019 milli Umhverfisstofnunar og Vesturbyggðar lagður fram til kynningar.

          Málsnúmer 1708006

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20