Hoppa yfir valmynd

Ævar Guðmundsson - framkvæmdir á kambinum Bíldudal.

Málsnúmer 1711020

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

21. nóvember 2017 – Bæjarráð

Lagt fram bréf dags. 8. nóvember sl. frá Ævari Guðmundssyni eiganda íbúðarhúsnæðisins við Hafnarbraut 14, Bíldudal þar sem hann mótmælir fyrirhugaðri staðsetningu á sorpflokkunarstöð á kambinum fyrir framan húsnæði hans á Bíldudal.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisráðs.




14. desember 2017 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi vísað frá 820.fundi bæjarráðs Vesturbyggðar sem haldinn var 21.11.2017, þar bókaði bæjarráð eftirfarandi undir 4.lið fundarins:

Lagt fram bréf dags. 8. nóvember sl. frá Ævari Guðmundssyni eiganda íbúðarhúsnæðisins við Hafnarbraut 14, Bíldudal þar sem hann mótmælir fyrirhugaðri staðsetningu á sorpflokkunarstöð á kambinum fyrir framan húsnæði hans á Bíldudal.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisráðs.

Skipulags- og umhverfisráð bókaði eftirfarandi um staðsetningu flokkunarkráarinnar á 34.fundi sínum þann 15.05.2017 undir 5.lið fundarins:

Lögð fram beiðni frá bæjarstjóra Vesturbyggðar með ósk um að skipulags- og umhverfisráð leggi til nýja staðsetningu fyrir flokkunarkrá á Bíldudal.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til svæði neðan Hafnarbrautar 12, neðan við veg.

Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að undirbúa og láta fram fara grenndarkyningu á verkefninu í samræmi við umræður á fundinum.