Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð - 45

Málsnúmer 1803001F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

21. mars 2018 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 11. töluliðum.
Nanna Á. Jónsdóttir lét bóka að hún hafi ekki tekið þátt í afgreiðslu 2.tölul. dagskrár.
Til máls tóku: Forseti, ÁS og MJ.
7.tölul. Umsókn um lóð. Iðnaðarsvæði, Bíldudal.
Lagt fram erindi frá Jóni S. Bjarnasyni f.h. Láss ehf. Í erindinu er sótt um sameiginlega lóðir nr. 14. og nr. 16. við iðnaðar- og hesthúsasvæði á Bíldudal. Áætlað er að byggja 450m2 stálgrindarskemmu auk þess að steypustöð verður sett upp á lóðinni.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða erindið.

10.tölul. Vesturbyggð - lagning ljósleiðara á Barðaströnd.
Lagt fram erindi frá Gerði B. Sveinsdóttur og Davíð R. Gunnarssyni f.h. Vesturbyggðar. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar lagningar ljósleiðara á Barðaströnd. Fyrirhugað er að tengja heimtaugar að öllum bæjum á Barðaströnd sem og frá Þverá að Flókalundi.

Bæjarstjórn samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar skriflegt samþykki landeiganda og jákvæð umsögn minjavarðar liggi fyrir. Bæjarstjórn telur að framkvæmdin sé minniháttar. Einnig kallar bæjarstjórn eftir uppmælingu af legu strengsins í heild þegar framkvæmd er lokið, sem og ítarlegri uppdráttum af framkvæmdinni.

11.tölul. Flókalundur - deiliskipulag.
Lögð fram skipulagsáætlun fyrir Flókalund í Vatnsfirði, dagsett mars 2018, f.h. landeigenda, þar sem farið er yfir fyrirhugaða deiliskipulagsvinnu en hugmyndir eru um að stækka núverandi hótel. Deiliskipulagssvæðið nær yfir 10.500 m2.

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða deiliskipulagsvinnu. Skipulagsfulltrúa falið að kynna lýsingu deiliskipulags skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.