Hoppa yfir valmynd

Húsið - Verkefnið vefrit frá Vestfjörðum - ÚR VÖR

Málsnúmer 1810057

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. nóvember 2018 – Menningar- og ferðamálaráð

Aron Ingi Guðmundsson og Julie Gasiglia mættu á fundinn til að kynna verkefnið sitt Úr Vör - Vefrit frá Vestfjörðum. Stefnt er að því að verkefnið hefjist í janúar-febrúar árið 2019. Vilji er til þess að vera í samstarfi við Vesturbyggð varðandi verkefnið.

Menningar- og ferðamálaráð leggur til við bæjarstjórn Vesturbyggðar að taka vel í samstarfsbeiðnir varðandi verkefnið og nýti sér þetta tækifæri til að kynna vel menningar- og ferðamálatengd verkefni á vegum sveitarfélagsins.
4. desember 2018 – Bæjarráð

Aron Ingi Guðmundsson og Julie Gasiglia mættu á fundinn og kynntu verkefnið ÚR VÖR, vefrit um viðburði, menningu og listir á Vestfjörðum.

Bæjarráð tók jákvætt í verkefnið og felur bæjarstjóra að sjá um þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu.