Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #857

Fundur haldinn í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 4. desember 2018 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS)
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir ritari

Almenn erindi

1. Styrkumsókn v eldhús í Birkimel - Ungmennafélag Barðstrendinga

Tekið fyrir erindi Ungmennafélags Barðstrendinga þar sem óskað er eftir styrk, til lagfæringar á eldhúsi í Birkimel en sú innrétting sem þar er hefur þjónað sínu hlutverki vel en kominn tími til að endurnýja innréttingu og tæki. Sefnt er að því að komið verði upp tilraunaeldhúsi, sem uppfylli kröfur sem gerðar eru til framleiðslueldhúsa. Tilgangurinn er að koma upp aðstöðu þar sem fólk á svæðinu getur komið og breytt hráefni í tilbúna afurð, án þess þó að það komi í veg fyrir önnur leiguafnot á húsnæðinu m.a. yfir sumartímann vegna ættarmóta og gönguhópa.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið en felur bæjarstjóra að afla frekari gagna vegna beiðninnar, m.a. nánari sundurliðun á kostnaði við framkvæmdina og nánari upplýsingar um tilraunaeldhús, kröfur, skipulag og fleira.

    Málsnúmer 1811120

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Byggðakvóti - Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Auglýsing umsóknar um byggðarkvóta fiskveiðiársins 2018-19

    Lagt fram bréf dags. 23. nóv. sl. frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu vegna umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2018 til 2019.

    Bæjarráð Vesturbyggðar vísar erindinu til Hafna- og atvinnumálaráðs til umsagnar.

      Málsnúmer 1810030 6

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Beiðni um styrk vegna jólabasars 2018

      Lagt fyrir bæjarráð staðfesting á niðurfellingu á leigu FHP og gjafabréf í jólahappdrætti 2018.
      Samþykkt samhljóða

        Málsnúmer 1811132

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Húsið - Verkefnið vefrit frá Vestfjörðum - ÚR VÖR

        Aron Ingi Guðmundsson og Julie Gasiglia mættu á fundinn og kynntu verkefnið ÚR VÖR, vefrit um viðburði, menningu og listir á Vestfjörðum.

        Bæjarráð tók jákvætt í verkefnið og felur bæjarstjóra að sjá um þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu.

          Málsnúmer 1810057 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Bingó í FHP til styrktar sjúkrahúsinu á Patreksfirði

          Tekið fyrir erindi Birnu Mjallar Atladóttur um styrk til að halda bingó í Félagsheimili Patreksfjarðar laugardaginn 15. desember 2018. Bingóið er haldið til styrktar sjúkrahúsinu á Patreksfirði, til að kaupa eitt og annað sem sjúkrahúsinu vanhagar um í starfsemi sinni. Er þetta í annað sinn sem slíkt bingo yrði haldið en í febrúar 2018 var haldið risabingó og söfnuðust þá 300.000 krónur fyrir spítalann. Leitað hefur verið til fyrirtækja á svæðinu að styrkja verkefnið en einnig er óskað eftir stuðningi Vesturbyggðar.

          Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og staðfestir að felld verði niður leigugjald vegna notkunar félagsheimilisins. Þá er bæjarstjóra falið að ganga frá vinningum frá Vesturbyggð fyrir bingóið.

            Málsnúmer 1811116

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Sorphirða í Vesturbyggð - samningar.

            Bæjarstjóri rakti umræður á fundi með Gámaþjónustu Vestfjarða 19. nóvember sl. þar sem rætt var um uppsögn Vesturbyggðar á verksamningi við Gámaþjónustu Vestfjarða, samninga um blátunnuefni og skyldur samkvæmt samningunum. Þá fór Bæjarstjóri sérstaklega yfir málefni sem snúa að flokkun á timbri og förgun þess í sveitarfélaginu.

            Bæjarstjóra falið að ganga frá drögum að samkomulagi við Gámaþjónustu Vestfjarða vegna sorphirðu í Vesturbyggð fyrir árið 2019 og til ágúst 2020 eða þar til lokið er við vinnu útboðs vegna sorphirðu fyrir sveitarfélagið.

              Málsnúmer 1805024 6

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Lokun leikskóla milli jóla og nýárs 2018

              Tekið fyrir erindi leikskólastjóra Arakletts dags. 15. nóvember 2018 þar sem þess er óskað að leikskólar Vesturbyggðar verði lokaðir milli jóla- og nýárs, þ.e. 27. og 28. desember nk. Var erindið tekið fyrir á starfsmannafundi Arakletts 14. nóvember sl. og fundarmenn samhljóma um að óska eftir þessari lokun.

              Bæjarráð fellst á beiðnina og felur bæjarstjóra að tilkynna leikskólastjórum um ákvörðunina og auglýsa hana vel.

                Málsnúmer 1811119

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Karlar í skúrnum - verkefni Rauða krossins

                Tekið fyrir erindi Einars Skarphéðinssonar, dags. 29 nóvember 2018 vegna verkefnisins Karlar í skúrnum, sem er alþjóðlegt verkefni á vegum Rauða krossins. Verkefnið snýr að því að karlar, 18 ára og eldri, sem einhverra hluta vegna hafa dottið út af vinnumarkaði vegna aldurs eða veikinda geta hisst og haft eitthvað fyrir stafni. Sambærilegt verkefni er rekið í Hafnarfirði. Hugmyndin hefur verið rædd meðal nokkurra íbúa og hafa þeir sýnt verkefninu mikinn áhuga en það er allt unnið í sjálfboðastarfi. Svo hrinda megi verkefninu af stað þarf að finna því hentugt húsnæði. Óskað er eftir að Vesturbyggð leggi verkefninu til húsnæði þar sem er gott aðgengi en fyrsta verkefni hópsins yrði að koma húsnæðinu í stand.

                Bæjarráð tekur jákvætt í beiðnina og felur bæjarstjóra að vinna að málinu í samráði við bréfritara.

                  Málsnúmer 1811138 3

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Afmælisgjöf til Björgunarsveitarinnar Blakks til kaupa á aukabúnaði á björgunardróna

                  Tekin fyrir fyrirspurn vegna afmælisgjafar sveitarfélagsins til Björgunarsveitarinnar Blakks sem varð 50 ára á árinu 2018. Bæjarstjóri hafði óskað eftir tillögum frá björgunarsveitinni hvers konar gjöf ætti að vera um að ræða. Hefur sveitin óskað þess að Vesturbyggð styrki björgunarsveitina með gjöf til kaupa á búnaði fyrir björgunardróna sem sveitin er að fá afhentan á næstunni.

                  Bæjarráð tekur jákvætt í beiðnina og samþykkir 100.000 króna gjöf uppí kaup á búnaði til Björgunarsveitarinnar Blakks í tilefni afmælisins.

                    Málsnúmer 1811139

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    10. Lánasjóður sveitarfélaga - lántökur 2018.

                    Rebekku Hilmarsdóttur bæjarstjóra Vesturbyggðar, kt. 160484-3309 og Gerði Björk Sveinsdóttur starfandi skrifstofustjóra Vesturbyggðar kt. 210177-4699 er veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Vesturbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf., sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast áður heimiluðum lántökum.
                    Jafnframt fellur áður útgefið umboð Ásthildar Sturludóttur kt. 100674-3199 og Þóris Sveinssonar kt. 210253-2899 niður.
                    Samþykkt samhljóða.

                      Málsnúmer 1801001 2

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Til kynningar

                      11. Mál nr. 45 breyting á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, brottfall kröfu um ríkisborgarrétt - Allsherjar- og menntamálanefnd

                      Lagt fram til kynningar

                        Málsnúmer 1811124

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        12. Til umsagnar - frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefnum aldraðra.

                        Lagt fram til kynningar.

                          Málsnúmer 1811122

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          13. Fundargerð stjórnar nr. 112 - NAVE

                          Lagt fram til kynningar.

                            Málsnúmer 1811090

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            14. Fundargerð nr. 113 - NAVE

                            Lagt fram til kynningar.

                              Málsnúmer 1811128

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              15. Niðurstöður könnunar árs 2017 - Varasjóður húsnæðismála

                              Lagt fram til kynningar.

                                Málsnúmer 1811121

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                16. Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks - Fundargerð stjórnarfundar 5.11.2018

                                Lagt fram til kynningar.

                                  Málsnúmer 1811061 2

                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00