Hoppa yfir valmynd

Styrkumsókn v eldhús í Birkimel - Ungmennafélag Barðstrendinga

Málsnúmer 1811120

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

4. desember 2018 – Bæjarráð

Tekið fyrir erindi Ungmennafélags Barðstrendinga þar sem óskað er eftir styrk, til lagfæringar á eldhúsi í Birkimel en sú innrétting sem þar er hefur þjónað sínu hlutverki vel en kominn tími til að endurnýja innréttingu og tæki. Sefnt er að því að komið verði upp tilraunaeldhúsi, sem uppfylli kröfur sem gerðar eru til framleiðslueldhúsa. Tilgangurinn er að koma upp aðstöðu þar sem fólk á svæðinu getur komið og breytt hráefni í tilbúna afurð, án þess þó að það komi í veg fyrir önnur leiguafnot á húsnæðinu m.a. yfir sumartímann vegna ættarmóta og gönguhópa.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið en felur bæjarstjóra að afla frekari gagna vegna beiðninnar, m.a. nánari sundurliðun á kostnaði við framkvæmdina og nánari upplýsingar um tilraunaeldhús, kröfur, skipulag og fleira.