Hoppa yfir valmynd

Minjasaf Egils Ólafssonar - Ástand safnsins

Málsnúmer 1811136

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

4. desember 2018 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Inga Hlín Valdimarsdóttir fór yfir ástandsskoðun á húsnæði safnins og yfirlit yfir þau viðhaldsverkefni sem ráðast þarf í á húsnæði safnsins. Lögð var fram kostnaðaráætlun vegna framkvæmdanna og nema þær um 2,8 milljónum króna.

Samráðsnefndin var samhljóma um að nauðsynlegt sé að leggja til ákveðið fjármagn árlega til að standa undir nauðsynlegu viðhaldi á húsnæði safnsins. Nefndin var samhljóma um að 3,0 m. kr. yrðu veittar til viðhalds húsnæðisins á árinu 2019.