Hoppa yfir valmynd
  • Þjónusta
  • Mannlíf
  • Stjórnsýsla
  • Íbúagátt
    • English
    • Polski
  • Leit
  • Íbúagátt
  • English
  • Polski
  1. Stjórnsýsla
  2. Bæjarstjórn & nefndir
  3. Fundargerðir
  4. Málsnúmer

Styrkumsókn - Félag áhugamanna um skrímslasetur

Málsnúmer 1903171

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

19. mars 2019 – Menningar- og ferðamálaráð

Menningar-og ferðamálaráð leggur til að styrkur sveitarfélagsins til Skrímslaseturs verði aukinn um 200.000 kr. á ári. Tekið var mið af styrkúthlutunum af sambærilegum verkefnum bæði í öðrum sveitarfélögum og í Vesturbyggð.
Ráðið leggur einnig til að skoðað verði að Skrímslasetrið verði nýtt betur af grunn- og leikskólum í Vesturbyggð til aukinnar vitundar um menningu svæðisins.




2. apríl 2019 – Bæjarráð

Lögð fyrir bókun menningar- og ferðamálaráðs frá 4. fundi dags. 19. mars 2019 þar sem ráðið leggur til að styrkur sveitarfélagsins til Skrímslaseturs verði aukinn um 200.000 kr. á ári. Tekið var mið af styrkúthlutunum af sambærilegum verkefnum bæði í öðrum sveitarfélögum og í Vesturbyggð. Ráðið leggur einnig til að skoðað verði að Skrímslasetrið verði nýtt betur af grunn- og leikskólum í Vesturbyggð til aukinnar vitundar um menningu svæðisins. Bæjarráð tekur undir bókun menningar- og ferðamálaráðs og samþykkir að veita Skrímslasetrinu aukinn styrk að fjárhæð 200.000 kr. á árinu 2019 til áframhaldandi uppbyggingar Skrímslaseturs á Bíldudal.





Vesturbyggð

Ráðhús Aðalstræti 75, Patreksfjörður

+354 450 2300 vesturbyggd@vesturbyggd.is kt. 510694 2369


2018 & 2019 Opinberi vefur ársins

2018 Vefur ársins

2020 Jafnlaunavottun