Hoppa yfir valmynd

Umhverfisvottaðir Vestfirðir - kynning

Málsnúmer 1905024

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. maí 2019 – Bæjarstjórn

María Maack og Lína Björg Tryggvadóttir verkefnastjórar Vestfjarðastofu komu og kynntu verkefnið "Umhverfisvottaðir Vestfirðir" eða "EarthCheck" sem er verkefni sem sveitarfélögin á Vestfjörðum eru hluti af. Með þátttökunni skuldbinda sveitarfélögin sig til að taka mið af umhverfinu í öllum sínum ákvörðunum og tryggja sjálfbæra nýtingu svæðisins. Sveitarfélögin á Vestfjörðum eru með silfurvottun vegna starfssemi sinnar fyrir starfsárið 2018. Úttekt fyrir árið 2019 mun fara fram í október/nóvember 2019.




13. júní 2019 – Bæjarráð

Lagt fram erindi Vestfjarðastofu dags. 23. maí 2019 ásamt fylgiskjölum, sem eru grunngögn í vottun Earth Check ásamt framkvæmdaáætlun sveitarfélaganna 2019-2024. Bæjarráð samþykkir erindið og vísar til Bæjarstjórnar Vesturbyggðar.




19. júní 2019 – Bæjarstjórn

Lögð fram framkvæmdaáætlun vegna umhverfisvottunar sveitarfélaganna á Vestfjörðum 2019- 2024. Framkvæmdaáætlunin er eitt af grundvallarskjölum verkefnisins Earth Check þar sem birtist stefnan og hugmyndir um áfanga í helstu umhverfistengdu verkefnum sveitarfélaga á Vestfjörðum til næstu ára.

Til máls tóku: Forseti, FM,

Bæjarstjórn samþykkir framkvæmdaáætunina samhljóða og felur bæjarstjóra að undirrita hana fyrir hönd Vesturbyggðar.