Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #336

Fundur haldinn í Birkimel á Barðaströnd, 19. júní 2019 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Davíð Rúnar Gunnarsson (DRG) ritari
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) starfandi bæjarstjóri
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) formaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) varamaður
  • Guðrún Eggertsdóttir (GE) varamaður
  • Davíð Þorgils Valgeirsson (DV) varamaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Davíð Rúnar Gunnarsson fundarritari

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 336. fundar miðvikudaginn 19. júní 2019 kl. 17:00 í Birkimel á Barðaströnd. Forseti bæjarstjórnar Iða Marsibil Jónsdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.
Forseti leggur til afbrigði, að fundagerðir fræðslu- og æskulýðsráðs númer 53 og 54 verði teknar af dagskrá.
María Ósk Óskarsdóttir var fjarverandi og stað hennar sat fundinn Davíð Þorgils Valgeirsson. Magnús Jónsson var fjarverandi í hans stað sat fundinn Guðrún Eggertsdóttir. Jón Árnason var fjarverandi í hans stað sat fundinn Jörundur Garðarsson. Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri var fjarverandi í hennar stað sat fundinn Gerður Björk Sveinsdóttir staðgengill bæjarstjóra.

Almenn erindi

1. Samgönguáætlun 2020-2024. Skipulags- og umhverfisráð.

Lögð fyrir bókun skipulags- og umhverfisráðs frá 60. fundi 12. júní 2019, þar sem óskað er eftir því að bæjarstjórn Vesturbyggðar beiti sér fyrir því að ný aðkomuleið verði gerð að þorpinu á Bíldudal gegnum Bíldudalsvog. Mikilvægt er að beina vaxandi umferð um þorpið í nýjan farveg þar sem núverandi aðkoma er um aðal íbúagötu byggðarlagsins og þurfa skólabörn að þvera veginn oft á dag.

Til máls tóku: Forseti

Bæjarstjórn tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs og felur bæjarstjóra að senda Vegagerðinni erindi þess efnis.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Samgönguáætlun 2020-2024 - tillögur hafnarsjóðs Vesturbyggðar

Ræddar tillögur að hafnarframkvæmdum og sjóvörnum í samgönguáætlun 2020 - 2024 fyrir hafnir Vesturbyggðar, en samkvæmt lögum skal Vegagerðin vinna áætlun í samræmi við hafnarlög nr. 61/2003 og sjóvarnir nr. 28/1997 með kostnaðarþátttöku ríkissjóðs skv. lögum um samgönguáætlun nr. 33/2008.

Til máls tóku: Forseti, FM, GBS og GE

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að senda Vegagerðinni tillögurnar með tilliti til bókunar hafna- og atvinnumálaráðs og framkominna athugasemdum.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Ljósleiðari og rafmagn, umsókn um framkvæmdaleyfi, Hagi Barðaströnd.

Erindi frá Vesturbyggð þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar lagningar ljósleiðara og rafmagns í landi Haga á Barðaströnd að fjarskiptamastri neyðarlínunnar. Skipulags- og umhverfisráð samþykkti fyrir sitt leyti að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar skriflegt samþykki landeiganda og jákvæð umsögn Minjavarðar liggi fyrir. Skipulags- og umhverfisráð telur að framkvæmdin sé minniháttar.

Til máls tóku: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir veitingu leyfisins með fyrirvara um að samþykki landeiganda og jákvæð umsögn Minjavarðar liggi fyrir

Bæjarstjórn felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Hvestuveita - umsókn um framkvæmdaleyfi.

Erindi frá Hvestuveitu ehf. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi annars vegar fyrir nýrri stíflu við Hvestuvirkjun í landi Fremri-Hvestu, Arnarfirði. Framkvæmd er í samræmi við deiliskipulag Hvestuvirkjunar, erindinu fylgir teiking er sýnir stíflu, ásamt fornleifaskráningu. Hæð stíflu er um 3,5m og lengd allt að 25 m. Hinsvegar er sótt um um framkvæmdaleyfi fyrir lagnaleið 800mm stofnlagnar frá stíflu að nýrri virkjun í landi Fremri-Hvestu, Arnarfirði. Heildarlengd lagnar er um 350m. Framkvæmd er í samræmi við deiliskipulag Hvestuvirkjunnar, erindinu fylgir teikning er sýnir snið í skurð, ásamt fornleifaskráningu.

Skipulags- og umhverfisráð telur að framkvæmdirnar séu minniháttar og bendir á í bókun sinni að stíflugerðin sjálf er háð byggingarleyfi byggingarfulltrúa.

Fyrirhugðar framkvæmdir eru hluti af einni framkvæmd sem fellur undir lið 3.23 í viðauka 1 í lögum um mat á umhverfisáhrifum þá óskar framkvæmdaaðili einnig eftir því hvort framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisháhrifum en um er að ræða viðbót við vatnsaflsvirkjun sem er allt að 200 kW.

Fyrirhuguð virkjun er umfangslítil framkvæmd. Um rennslisvirkjun er að ræða og mun uppsetning hennar ekki breyta farvegi árinnar. Áhrif á vatnafar verða því óveruleg. Ný mannvirki munu ekki breyta ásýnd svæðisins sem nú þegar er manngert. Við frágang við stíflu og stofnlagnar verður miðað við að hylja og laga mannvirki að umhverfinu svo þau sjáist sem minnst. Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Vesturbyggð farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila.

Niðurstaða Vesturbyggðar er að Hvestuvirkjun 2 sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti fyrir sitt leyti á 60. fundi ráðsins að skipulagsfulltrúa sé heimilt að veita framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi og 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til máls tóku: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir veitingu framkvæmdaleyfisins og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Reglur um gerð viðauka

Lagðar fram reglur um gerð viðauka. Reglurnar taka mið af leiðbeiningum samgögnu- og sveitarstjórnarráðuneytisins skv. ákvæðum sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Tilgangur reglnanna er að styðja enn frekar stjórnendur sveitarfélagsins við vinnslu og framlagningu viðauka við fjárhagsáætlun.

Til máls tóku: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða reglur um gerð viðauka og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að birta reglurnar á heimasíðu Vesturbyggðar og kynna þær vel fyrir stjórnendum sveitarfélagsins.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Umhverfisvottaðir Vestfirðir

Lögð fram framkvæmdaáætlun vegna umhverfisvottunar sveitarfélaganna á Vestfjörðum 2019- 2024. Framkvæmdaáætlunin er eitt af grundvallarskjölum verkefnisins Earth Check þar sem birtist stefnan og hugmyndir um áfanga í helstu umhverfistengdu verkefnum sveitarfélaga á Vestfjörðum til næstu ára.

Til máls tóku: Forseti, FM,

Bæjarstjórn samþykkir framkvæmdaáætunina samhljóða og felur bæjarstjóra að undirrita hana fyrir hönd Vesturbyggðar.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Reglur um dagforeldra í Vesturbyggð

Lagðar fram reglur um dagforeldra á Barðaströnd. Í reglunum sem eru sérreglur gagnvart almennum reglum um dagforeldra í Vesturbyggð er kveðið á um þjónustu dagforeldra á Barðaströnd. Samkvæmt reglunum mun Vesturbyggð veita dagforeldri stuðning í formi húsnæðis til dagvistunar barna og einnig styrk til að öðlast réttindi sem dagforeldri. Með reglunum er það von bæjarstjórnar Vesturbyggðar að unnt verði að auka þjónustu við barnafjölskyldur á Barðaströnd strax næsta haust.

Til máls tóku: Forseti, GE, DV, GBS,

Bæjarstjórn vísar tillögunum aftur til bæjarráðs til frekari umfjöllunnar.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Sumarlokun - Ráðhús Vesturbyggðar

Bæjarstjóri kynnti fyrirhugaða sumarlokun í ráðhúsi Vesturbyggðar. Lagt er til að afgreiðsla ráðhúsins verði lokuð frá 29. júlí til og með 9. ágúst n.k. Munu starfsmenn ráðhússins taka út sumarfrí sitt eftir því sem kostur er og verkefni gefa tilefni til á þessu tímabili.

Til máls tóku: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með sex atkvæðum, FM sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Sumarfrí bæjarstjórnar 2019

Forseti lagði fram tillögu um að sumarfrí bæjarstjórnar verði frá 20. júní til 27. ágúst nk. og á þeim tíma hafi bæjarráð Vesturbyggðar heimild til fullnaðarafgreiðslu skv. 32. gr. samþykktar um stjórn Vesturbyggða nr. 37/2014 með síðari breytingum.

Næsti fundur bæjarstjórnar Vesturbyggðar verður 28. ágúst nk.

Til máls tóku: Forseti, FM, GE, GBS

Samþykkt með fjórum atkvæðum, einn var á móti, tveir sátu hjá.
IMJ, DV, ÞSÓ, JG, á móti FM, sátu hjá ÁS, GE

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerð

10.

Lögð er fram til kynningar fundargerð 870. fundar bæjarráðs sem haldinn var 21. maí 2019. Fundargerðin er í 11 liðum.

Til máls tóku: Forseti

Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11.

Lögð er fram til kynningar fundargerð 871. fundar bæjarráðs sem haldinn var 13. júní 2019. Fundargerðin er í 25 liðum.

Til máls tóku: Forseti, FM, GE, ÞSÓ, GBS,

Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12.

Lögð er fram til kynningar fundargerð 60. fundar skipulags- og umhverfisráðs sem haldinn var 12. júní 2019. Fundargerðin er í 8 liðum.

Til máls tóku: Forseti, FM

Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13.

Lögð er fram til kynningar fundargerð 27. fundar velferðarráðs sem haldinn var 5. júní 2019. Fundargerðin er í 2 liðum.

Til máls tóku: Forseti

Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14.

Lögð er fram til kynningar fundargerð 9. fundar hafna- og atvinnumálaráðs sem haldinn var 13. júní 2019. Fundargerðin er í 6 liðum.

Til máls tóku: Forseti, DV

Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:43