Hoppa yfir valmynd

Framkvæmdir við Sauðlauksdalskirkju.

Málsnúmer 1910016

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. nóvember 2019 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir umsókn sóknarnefndar Sauðlauksdalskirkju vegna byggingaráforma fyrir húsi sem hýsa á eldhús og verkfærahús á lóð Sauðlauksdalskirkju. Byggingarfulltrúi hafði stöðvað framkvæmdir með bréfi dags. 3. október 2019. Erindinu fylgja ódagsettir aðaluppdrættir unnir af Guðbjarti Á. Ólafssyni.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar. Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna framkvæmdina fyrir eigendum Sauðlauksdals og Sauðlauksdals III. Skipulags- og umhverfisráð telur það ámælisvert að framkvæmdaraðili hafi hafið framkvæmd áður en tilskilin leyfi hafi legið fyrir af hálfu sveitarfélagsins. Skipulags- og umhverfisráð leggur áherslu á að vandað verði til við ytri frágang hússins og gætt að heildarsamræmi við kirkjuna.