Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #66

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 11. nóvember 2019 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
 • Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
 • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
 • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) aðalmaður
 • Ásdís Snót Guðmundsdóttir (ÁSG) varamaður
 • Jón Garðar Jörundsson (JGJ) aðalmaður
Starfsmenn
 • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
 • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði
 • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Almenn erindi

1. Dufansdalur efri - umsókn um framkvæmdaleyfi, heimreið.

Tekin fyrir umsókn um framkvæmdaleyfi Dufansdalur Efri. dagsett 12. september 2019. Umsækjendur eru Þórarinn K. Ólafsson og Arnhildur Ásdís Kolbeinsdóttir. Skipulagsfulltrúi hafði áður stöðvað framkvæmdir.

Sótt er um leyfi til að gera heimreið sunnan Dufansdalsár í landi Dufansdals Efri. Lengd vegarins er 2,2 km og breidd um 4 m. Um er að ræða malarpúða án þess að rutt sé fyrir veginum áður eða annað ónauðsynlegt jarðrask gert. Meðalhæð malarpúða fyrir þjöppun er a.m.k. 50 cm sem myndar burðarlag vegarins sem undirlag undir fínna efni. Að mestu er fylgt hæðum og lægðum í landinu.

Meðfylgjandi erindinu er afstöðumynd, ásamt leiðarlýsingu og lýsing á staðarháttum og efnistöku í heimreiðina og samþykki Vegagerðarinnar vegna tengingar heimreiðar við Bíldudalsveg.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrir sitt leyti að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Framkvæmdaraðila er bent á að við framkvæmdir skal gæta þess að gengið sé vel frá landinu eftir að efnistöku lýkur og að gengið sé vel frá vegfláum þannig að vegurinn verði sem minnst áberandi í landinu. Skipulags- og umhverfisráð telur það ámælisvert að framkvæmdaraðili hafi hafið framkvæmd áður en tilskilin leyfi hafi legið fyrir af hálfu sveitarfélagsins. Í ljósi fyrirhugaðra skógræktaráforma umsækjenda vill skipulags- og umhverfisráð benda á að þau áform eru einnig tilkynningarskyld til sveitarfélagsins í flokki C skv. lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.

  Málsnúmer 1909054 2

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Framkvæmdir við Sauðlauksdalskirkju.

  Tekin fyrir umsókn sóknarnefndar Sauðlauksdalskirkju vegna byggingaráforma fyrir húsi sem hýsa á eldhús og verkfærahús á lóð Sauðlauksdalskirkju. Byggingarfulltrúi hafði stöðvað framkvæmdir með bréfi dags. 3. október 2019. Erindinu fylgja ódagsettir aðaluppdrættir unnir af Guðbjarti Á. Ólafssyni.

  Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar. Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna framkvæmdina fyrir eigendum Sauðlauksdals og Sauðlauksdals III. Skipulags- og umhverfisráð telur það ámælisvert að framkvæmdaraðili hafi hafið framkvæmd áður en tilskilin leyfi hafi legið fyrir af hálfu sveitarfélagsins. Skipulags- og umhverfisráð leggur áherslu á að vandað verði til við ytri frágang hússins og gætt að heildarsamræmi við kirkjuna.

   Málsnúmer 1910016

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   3. Húsnæðisáætlun

   Lagt fram til kynningar drög að húsnæðisáætlun Vesturbyggðar. Húsnæðisáætlun er heildstæð áætlun sveitarfélags varðandi stöðu húsnæðismála í sveitarfélaginu og er hún gerð til fjögurra ára og átta ára í senn. Meginmarkmið hennar er að stuðla að auknu húsnæðisöryggi heimila innan sveitarfélagsins.

   Skipulags- og umhverfisráð felur byggingarfulltrúa að senda bæjarstjóra athugasemdir/ábendingar ráðsins við tillöguna.

    Málsnúmer 1903076 4

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    4. Hafnarbraut 10A. Umsókn um lóð.

    Tekið fyrir erindi Guðlax ehf. öðru sinni vegna umsóknar um lóð að Hafnarbraut 10A á Bíldudal til sameiningar við lóð Hafnarbrautar 8. Ráðið frestaði afgreiðslu málsins á 64. fundi sínum.

    Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni að Hafnarbraut 10A verði skipt niður í tvennt og hún sameinuð við lóðirnar að Hafnarbraut 8 og Hafnarbraut 10.

     Málsnúmer 1910060 3

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     5. Laugarnes, Barðaströnd. Sundlaugarhús.

     Tekið fyrir erindi Kristjáns Finnbogasonar f.h. Ungmennafélags Barðastrandar. Í erindinu er sóttum byggingarleyfi fyrir nýju aðstöðuhúsi við sundlaugina við Laugarnes, Barðaströnd. Erindinu fylgja aðaluppdrættir og þrívíddarmyndir dags. 23.10.2019 og 25.10.2019 unnið af teiknistofu GINGA.

     Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin og telur ekki vera þörf á grenndarkynningu þar sem það varðar ekki hagsmuni annarra en lóðarhafa og sveitarfélagsins sjálfs.

      Málsnúmer 1911057

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      6. Litli Kambur, Seftjörn. Ósk um breytingu á lóð.

      Erindi frá Oddi Guðmundssyni, í erindinu er óskað eftir breytingu á lóð umhverfis Litla Kamb(Seftjörn lóð 2, landeignarnr 204221). Erindinu fylgja teikningar unnar af Ráðbarði ehf. er sýna lögun lóðar fyrir og eftir breytingu sem og samþykki Ríkiseigna f.h. landeigenda Ríkissjóðs Íslands.

      Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

       Málsnúmer 1911059 2

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       7. Stekkar 7. Nýr lóðarleigusamningur.

       Erindi frá Oddi Guðmundssyni. Í erindinu er óskað eftir nýjum lóðarleigusamningi vegna Stekka 7, Patreksfirði. Erindinu fylgir teikning er sýnir lögun lóðar.

       Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

        Málsnúmer 1911062 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        8. Bíldudalshöfn. Endurbygging og lenging hafskipabryggju, framkvæmdaleyfi.

        Tekin fyrir umsókn um framkvæmdaleyfi, dagsett 8. nóvember 2019. Umsækjandi er Hafnasjóður Vesturbyggðar.
        Sótt er um leyfi um endurbyggingar hafskipabryggju og tengingu hafskipabryggju við stórskipakant við Bíldudalshöfn.
        Framkvæmdin felur í sér niðurrekstur á 117 stálþilsplötum, upptaka á grjóti (1400 m3). Ganga frá stagbita og stögum. Steypa 25 akkerissplötur. Steypa um 164 m langan kantbita með pollum, kanttré, stigum og þybbum og jarðvinna.

        Meðfylgjandi erindinu eru yfirlitsuppdráttur, afstöðmynd og frekari hönnunargögn.

        Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag Vesturbyggðar 2006-2018 og samþykkir skipulags- og umhverfisráð fyrir sitt leyti útgáfu framkvæmdaleyfis og vísar erindinu áfram til hafna- og atvinnumálaráðs.

         Málsnúmer 1911069 3

         Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


         9. Umsókn um stöðuleyfi. Brautarholt.

         Erindi frá Ólafi J. Engilbertssyni f.h. félags um listasafn Samúels í Selárdal. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám rétt utan við lóðarmörk Brautarholts í Selárdal. Erindinu fylgir teikning er sýnir staðsetningu gámsins sem og samþykki Ríkiseigna f.h. landeigenda Ríkissjóðs Íslands.

         Skipulags- og umhverfisráð samþykkir veitingu stöðuleyfis vegna framkvæmda til eins árs.

          Málsnúmer 1910196

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          10. Orkubú Vf. umsókn um byggingu Helluvirkjunar í Vatnsfirði

          Tekin fyrir að nýju umsókn Orkubús Vestfjarða um byggingu Helluvirkjunar í Vatnsfirði. Fyrir liggur umsókn OV um byggingu virkjunarinnar frá 14.06.2017. Erindið var lagt fyrir á 35. fundi Skipulags og umhverfisráði 26. júní 2017 og fékk málsnúmerið 1706017. Nefndin samþykkti eftirfarandi bókun: Nú stendur yfir vinna við endurskoðun aðalskipulags Vesturbyggðar og verður tekin afstaða til virkjunarkosta í þeirri vinnu. Framkvæmdin er tilkynningarskyld og fellur í B-flokk um mat á umhverfisáhrifum. Orkubú Vestfjarða hefur verið í talsverðum samskiptum við skipulagsfulltrúa og óskar nú eftir afstöðu Vesturbyggðar þar sem erindinu frá 2017 hefur ekki verið svarað.

          Skipulags- og umhverfisráð samþykkir með 3 atkvæðum að Helluvirkjun verði bætt inn sem virkjanakosti á tillögu að endurskoðuðu Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2030. FM sat hjá við atkvæðagreiðslu vegna tengsla við aðila máls. JPÁ greiðir atkvæði gegn tillögunni og lætur bóka að Orkubú Vestfjarða fer ekki rétta boðleið í þessu máli þar sem eðlilegra hefði verið að sækja um leyfi landeigenda áður en OV sækir um leyfi til byggingar Helluvirkjunar.

           Málsnúmer 1911067 2

           Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


           11. Patrekshöfn, umsókn um lóð undir meltutank.

           Erindi frá Arctic Protein hf. Í erindinu er sótt um 270 m2 lóð undir aðstöðu fyrir tank sem geyma á meltu frá laxeldisfyrirtækjum. Einnig er sótt um leyfi fyrir lögn frá tanki niður að hafnarkanti hafnar. Erindi fylgir teikning er sýnir fyrirhugaða framkvæmd unnin af 11 mávar teiknistofu dags. 07.11.2019.

           Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því áfram til hafna- og atvinnumálaráðs.

            Málsnúmer 1911070 5

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            12. Erindisbréf nefnda - Skipulags- og umhverfisráð.

            Lagt fram til kynningar drög að erindisbréfi skipulags- og umhverfisráðs.

             Málsnúmer 1911072

             Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


             Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:25