Hoppa yfir valmynd

Bíldudalshöfn. Dælulögn fyrir meltu.

Málsnúmer 1911071

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

18. nóvember 2019 – Hafna- og atvinnumálaráð

Erindi frá Arctic Protein ehf. Í erindi er sótt um leyfi til að leggja 100-150mm dælulögn á hafnbotn utan við grjótgarð er umlykur athafnasvæði Íslenska Kalkþörungafélagsins á Bíldudal. Dælulögnin er ætluð til að dæla meltu frá þjónustubátum í tanka sem staðsettir eru á lóðinni að Strandgötu 10-12, Bíldudal. Óskað er eftir heimild til að vinna að nánari útfærslu á legu lagnar sem og staðsetningu endabúnaðar í samráði við hafnarstjóra.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir erindið. Tryggja þarf góðan frágang á endabúnaði sem og festum, verkið skal unnið í samráði við notendur hafnarinnar og felur ráðið hafnarstjóra að fylgja því eftir.