Fundur haldinn í Ólafshús, Aðalstræti 5, Patreksfirði, 18. nóvember 2019 og hófst hann kl. 16:00
Nefndarmenn
- Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) varamaður
- Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
- Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
- Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
- Valgerður Ingvadóttir (VI) aðalmaður
Starfsmenn
- Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri
Almenn mál
1. Bíldudalshöfn. Endurbygging og lenging hafskipabryggju, framkvæmdaleyfi.
Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 66.fundi skipulags- og umhverfisráðs.
Tekin fyrir umsókn um framkvæmdaleyfi, dagsett 8. nóvember 2019. Umsækjandi er Hafnasjóður Vesturbyggðar.
Sótt er um leyfi til endurbyggingar hafskipabryggju og tengingu hafskipabryggju við stórskipakant við Bíldudalshöfn.
Framkvæmdin felur í sér niðurrekstur á 117 stálþilsplötum, upptaka á grjóti (1400 m3). Ganga frá stagbita og stögum. Steypa 25 akkerissplötur. Steypa um 164 m langan kantbita með pollum, kanttré, stigum og þybbum og jarðvinna.
Meðfylgjandi erindinu eru yfirlitsuppdráttur, afstöðmynd og frekari hönnunargögn.
Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag Vesturbyggðar 2006-2018 og samþykkir hafna- og atvinnumálaráð fyrir sitt leyti að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2010 á grundvelli aðalskipulags. Hafna- og atvinnumálaráð telur ekki vera þörf á grenndarkynningu framkvæmdaleyfis þar sem framkvæmdin er í samræmi við gildandi aðalskipulag og varðar ekki hagamuni annarra en sveitarfélagsins og nærliggjandi lóðarhafa sem hafa kallað eftir henni.
2. Bíldudalshöfn. Dælulögn fyrir meltu.
Erindi frá Arctic Protein ehf. Í erindi er sótt um leyfi til að leggja 100-150mm dælulögn á hafnbotn utan við grjótgarð er umlykur athafnasvæði Íslenska Kalkþörungafélagsins á Bíldudal. Dælulögnin er ætluð til að dæla meltu frá þjónustubátum í tanka sem staðsettir eru á lóðinni að Strandgötu 10-12, Bíldudal. Óskað er eftir heimild til að vinna að nánari útfærslu á legu lagnar sem og staðsetningu endabúnaðar í samráði við hafnarstjóra.
Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir erindið. Tryggja þarf góðan frágang á endabúnaði sem og festum, verkið skal unnið í samráði við notendur hafnarinnar og felur ráðið hafnarstjóra að fylgja því eftir.
3. Bíldudalshöfn. Lenging Kalkþörungabryggju og endurbygging hafskipakants.
Lagt fram bréf Vegagerðarinnar dags. 13. nóvember 2019. Í erindinu eru tilkynntar niðurstöður útboðsins: Bíldudalshöfn: Endurbygging og lenging hafskipabryggju 2019.
Tilboð í verkið voru opnuð 12. nóvember s.l, eftirfarandi tilboð bárust.
Bryggjuverk, Reykjavík: 199.169.000.- kr
Sjótækni ehf., Tálknafirði: 179.618.916.- kr
Ísar ehf., Kópavogi: 168.785.900.- kr
Hagtak hf., Hafnarfirði: 138.404.250.- kr
Áætlaður verktakakostnaður var 154.119.900.- kr
Vegagerðin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.
Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Hagtak hf.
4. Patrekshöfn, umsókn um lóð undir meltutank.
Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 66.fundi skipulags- og umhverfisráðs.
Erindi frá Arctic Protein hf. Í erindinu er sótt um 100 m2 lóð undir aðstöðu fyrir 270 m3 tank sem geyma á meltu frá laxeldisfyrirtækjum. Einnig er sótt um leyfi fyrir lögn frá tanki niður að hafnarkanti hafnar. Erindi fylgir teikning er sýnir fyrirhugaða framkvæmd unnin af 11 mávar teiknistofu dags. 07.11.2019.
Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir að útleigja lóðina undir meltutank. Hafna- og atvinnumálaráð telur ekki vera þörf á grenndarkynningu þar sem það varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjenda og sveitarfélagsins sjálfs. Vandað skal til frágangs við endabúnað og staðsetja skal lögn í samráði við hafnarstjóra.
5. Uppsetning 30 þús lítra gasolíutanks við Eyrargötu Patreksfirði
Erindi frá Orkubú Vestfjarða ohf. Í erindinu er sótt um leyfi til að skipta út 20 þús. lítra olíutank við húsnæði OV við Eyrargötu, Patreksfirði. Fyrirhugað er að skipta tankinum út fyrir 30 þús. lítra tvöfaldan tank sem vaktar leka á bæði ytra og innra byrði.
Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir erindið.
6. Atvinnumál í Vesturbyggð.
7. Ábendingar varðandi atvinnumál.
Lagt fram til kynningar erindi Halldórs Árnasonar, Patreksfirði varðandi atvinnumál í Vesturbyggð.
Hafna- og atvinnumálaráð þakkar erindið.
8. Hafnasjóður Vesturbyggðar - endurskoðun gjaldskrár.
Lagt fram til kynningar drög að endurskoðaðri gjaldskrá hafnasjóðs Vesturbyggðar fyrir 2020. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
1. Almenn gjaldskrárhækkun er 2,5% eins og í öðrum gjaldskrám.
2. Sett verður á sérstakt úrgangs- og förgunargjald sem skip skv. 11. gr. c laga um varnir gegn mengun hafs og stranda skulu greiða við komu í hafnir Vesturbyggðar.
3. Uppsátursgjald verður innifalið í árgjaldi fyrir básabryggju á Patrekshöfn.
4. Aflagjald af eldisfiski verður 0,7% og miðað verður við meðalverð eldisfisks skv. NASDAQ vísitölunni á þeim tíma sem eldisfiski er landað til vinnslu og/eða slátrunar í viðkomandi höfn.
Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir drög að endurskoðaðri gjaldskrá.
Fundargerðir til kynningar
10. Nr. 415 fundur stjórnar Hafnasambands Íslands
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:51