Hoppa yfir valmynd

Eftirlit með móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum

Málsnúmer 2001031

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

19. október 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lagðar fram til kynningar niðurstöður frá eftirliti Umhverfisstofnunar með móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum. Eftirlitið fór fram í höfnum Vesturbyggðar þann 22. september 2020. Í eftirlitinu var skoðað hvort aðbúnaður hafnar sé fullnægjandi og hvort verklag sé samkvæmt áætlunum hafna Vesturbyggðar um móttöku á úrgangi og farmleifum frá skipum.

Engin frávik komu fram sem falla undir umfang eftirlitsins og gerir Umhverfisstofnun því engar athugasemdir.