Málsnúmer 2003034
19. nóvember 2020 – Skipulags og umhverfisráð
Lögð fram drög að landgræðslusamningi Vesturbyggðar við skógræktarfélag Patreksfjarðar, markmið samningsins er stuðla að landvernd og tryggja íbúum sveitarfélagsins og almenningi svæði til útivistar um ókomna framtíð.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við samninginn að öðru leyti en að hann skarast við fyrirhugað athafnasvæði utan við Engjar(svæði 1), þá verður framkvæmdaraðili að huga að því að hluti svæðisins(svæði 3) er innan vatnsverndarsvæðis Patreksfjarðar og ber að haga umgengni og umferð í takt við það, einnig leggur ráðið til að skógræktarsvæði gangi ekki of nærri kirkjugarði með framtíðarstækkun í huga(svæði 2) og mögulega breyttrar aðkomu Barðastrandarvegar að Bíldudalsvegi. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur að teknu tilliti til ofangreindra athugasemda.
25. nóvember 2020 – Bæjarstjórn
Lögð fram drög að landgræðslusamningi Vesturbyggðar við skógræktarfélag Patreksfjarðar, markmið samningsins er stuðla að landvernd og tryggja íbúum sveitarfélagsins og almenningi svæði til útivistar um ókomna framtíð.
Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn á 78. fundi sínum, 19. nóvember sl. að samningurinn yrði samþykktur að teknu tilliti til eftirfarandi athugasemda:
Á svæði 1 skarast svæðið við fyrirhugað athafnasvæði utan við engjar.
Á svæði 2 leggur ráðið til að skógræktarsvæði gangi ekki of nærri kirkjugarði með framtíðarstækkun í huga og mögulega breyttrar aðkomu Barðastrandarvegar að Bíldudalsvegi.
Á svæði 3 verður framkvæmdaraðili að huga að því að hluti svæðisins er innan vatnsverndarsvæðis Patreksfjarðar og ber að haga umgengni og umferð í takt við það
Til máls tók: Forseti
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan samning við Skógræktarfélag Patreksfjarðar að teknu tilliti til athugasemda skipulags- og umhverfisráðs.
29. ágúst 2023 – Bæjarráð
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Skógrækt ríkisins og Skógrækt Patreksfjarðar um leigu á svæðunum og felur bæjarstjóra að undirrita framlögð drög að samningi með þeim breytingum sem ræddar voru.