Fundur haldinn í fjarfundi, 25. nóvember 2020 og hófst hann kl. 17:00
Nefndarmenn
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
- Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) formaður
- Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
- Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
- María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
- Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Hljóðupptaka
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun 2021 - 2024
Lögð er fram, til fyrri umræðu, tillaga að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2021, auk 4ra ára áætlun fyrir árin 2021-2024.
Til máls tóku: Forseti, bæjarstjóri, FM og JÁ.
Bæjarstjórn vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2021 og 4ra ára áætlun 2021-2024 til seinni umræðu sem verður miðvikudaginn 9. desember nk. kl. 17:00.
2. Fjárhagsáætlun 2021 - gjaldskrár Vesturbyggðar
Lagðar fyrir gjaldskrár Vesturbyggðar fyrir árið 2021.
Gjaldastuðlar á árinu 2021 eru eftirfarandi:
Útsvarshlutfall 14,520%
Fasteignaskattur A-flokkur 0,450%
Fasteignaskattur B-flokkur 1,320%
Fasteignaskattur C-flokkur 1,650%
Vatnsgjald íbúðarhúsnæði 0,400%
Vatnsgjald annað húsnæði 0,500%
Fráveitugjald 0,400%
Lóðaleiga 3,750%
Til máls tók: Forseti
Bæjarstjórn vísar gjaldskrám 2021 til seinni umræðu sem verður miðvikudaginn 9. desember nk. kl. 17:00.
3. Veðyfirlýsing vegna lána hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.
Ræddar voru ábendingar Lánasjóðs íslenskra sveitarfélaga vegna bókana bæjarstjórnar Vesturbyggðar vegna lántöku hjá sjóðnum fyrir árin 2016, 2019 og 2020, en láðst hafði í bókunum að tilgreina samþykki fyrir veitingu veðs í tekjum sveitarfélagsins. Bæjarráð lagði til á 908. fundi 10. nóvember sl. að bæjarstjórn samþykki, í samræmi við reglugerð um tryggingu Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. í tekjum sveitarfélags nr. 835/2012, að veitt verði veð í tekjum Vesturbyggðar til lána hjá Lánasjóði sveitarfélaga umrædd ár.
Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir í samræmi við reglugerð nr. 835/2012, að veita Lánasjóði sveitarfélaga ohf., kt. 580406-1100, veð í tekjum sínu til tryggingar eftirfarandi lánum hjá Lánasjóði sveitarfélaga:
1603012 - frá 31.3.2016, 1606024 - frá 1.6.2016 , 1606030 - frá 1.7.2016, 1608034 - frá 5.8.2016, 1610043 - frá 10.10.2016, 1611047 - frá 8.11.2016, 1902011 - frá 22.2.2019, 1906041 - frá 20.6.2019, 1910065 - frá 10.10.2019, 2002015 - frá 10.2.2020, 2005040 - frá 5.5.2020 og 2005053 - frá 28.5.2020
Til tryggingar ofnagreindum lánum allt að 374 milljónir árið 2016, 170 milljónir árið 2019 og 143 milljónir árið 2020, (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standi tekjur sveitarfélagsins Vesturbyggðar, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sveitarfélagsins og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir jafnframt að veita Lánasjóði sveitarfélaga ohf., kt. 580406-1100, veð í tekjum sínu til tryggingar á viðbótarlánum á árinu 2020, að hámarki 190 milljónir sem samþykkt var að veita heimild fyrir á 349. fundi bæjarstjórnar Vesturbyggðar þann 16. Júni 2020.
Til tryggingar lánum (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standi tekjur sveitarfélagsins Vesturbyggðar, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sveitarfélagsins og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
4. Stytting vinnuvikunnar
Bæjarstjóri fór yfir undirbúning vegna styttingar vinnuvikunnar sem tekur gildi 1. janúar 2021 fyrir dagvinnufólk og þá vinnu sem vinnutímahópar stofnana Vesturbyggðar hafa unnið að síðustu vikur.
Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að bæjarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs verði veitt umboð til að yfirfara tillögur frá starfsstöðvum sveitarfélagsins vegna styttingar vinnuvikunnar og staðfesta að þær séu innan ramma kjarasamninga og tilkynna innleiðingahóp Sambands íslenskra sveitarfélaga um niðurstöðurnar.
5. Ofanflóðavarnir á Bíldudal
Lögð fram drög að skýrslu um frumathugun annars áfanga ofanflóðavarna Stekkjargil/Gilsbakkagil og Milligil á Bíldudal. Frumathugunin var kynnt á íbúafundi í Baldurshaga 11. júní 2020. Samkvæmt frumathuguninni er gert ráð fyrir þvergörðum og grindum fyrir ofan byggðina, en áætlað er að þvergarðarnir verði frá 4m upp í 14 m á hæð og munu geta tekið við aurskriðum, grjóti, snjó og krapaflóðum. Markmið uppbyggingu ofanflóðavarnanna er að tryggja betur öryggi íbúa gagnvart ofanflóðum.
Til máls tóku: Forsetir,
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að óska eftir því við Ofanflóðanefnd að um leið og skýrsla um frumathugun annars áfanga ofanflóðavarna á Bíldudal liggi fyrir að óskað verði eftir mati á umhverfisáhrifum skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
6. Bíldudalur, Grjótgarður og útrás. Framkvæmdaleyfi.
Tekin fyrir umsókn Hafnasjóðs Vesturbyggðar um framkvæmdaleyfi, dags. 9. nóvember 2020. Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir grjótgarði, breytingum á fráveitu og fyllingu innan fyrirstöðugarðs austan við núverandi höfn á Bíldudal. Hafna- og atvinnumálaráð tók umsóknina fyrir á 25. fundi sínum, 11. nóvember sl. og samþykkti útgáfu framkvæmdaleyfis. Framkvæmdin er í samræmi við gildandi deiliskipulag hafnarsvæðis á Bíldudal.
Helstu tölur eru eftirfarandi:
Fylling undir grjótgarð um 15.000 m3.
Útlögn grjóts og sprengds kjarna um 15.500 m3.
Lagning 180m fráveitu-útrásar
Akstur fyllingarefnis í lón innan við fyrirstöðugarð um 40.000 m3
Til máls tók: Forseti
Bæjarstjórn samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, á grundvelli gildandi deiliskipulags fyrir svæðið.
7. Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar - Örlygshafnarvegur um Hvallátur.
Tekin fyrir tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018, Örlygshafnarvegur um Hvallátur. Tillagan var auglýst frá 7. september til 19. október 2020.
Engar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá eftirfarandi aðilum:
Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Vegagerðinni, Skipulagsstofnun, Náttúrfræðistofnun Íslands og Minjastofnun. Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á 78. fundi sínum, 19. nóvember sl. að leggja til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði samþykkt.
Til máls tók: Forseti
Bæjarstjórn samþykkir breytingartillöguna og að hún verði afgreidd skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftir að skipulagsgögn hafa verið leiðrétt í samræmi við samantekt skipulagsfulltrúa.
8. Deiliskipulag Látrabjargs, breyting á uppdrætti S-3.
Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi Látrabjargs, vegna breyttrar legu Örlygshafnarvegar um Hvallátur. Tillagan var auglýst frá 7. september til 19. október 2020.
Engar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá eftirfarandi aðilum:
Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Vegagerðinni, Náttúrfræðistofnun Íslands og Minjastofnun. Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á 78. fundi sínum, 19. nóvember sl. að leggja til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði samþykkt.
Til máls tók: Forseti
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftir að skipulagsgögn hafa verið leiðrétt í samræmi við samantekt skipulagsfulltrúa.
9. Umsókn um framkvæmdaleyfi. Patreksfjarðarflugvöllur.
Tekið fyrir erindi Arnarlax ehf. dags. 5. nóvember 2020. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir breikkun á vesturenda flugbrautar í Sauðlauksdal, grjótvörn við enda flugbrautar og girðingu við sitthvorn kantinn. Umsækjandi hefur haft svæðið á leigu frá Ríkiseignum og fer kvíasmíði fram á svæðinu. Samþykki landeigenda fylgir með erindinu.
Til máls tók: Forseti
Bæjarastjórn samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar Íslands.
10. Balar, Patreksfirði. Umsókn um lóðir.
Tekið fyrir erindi frá Skemman Vatneyri ehf. dags. 9. október 2020 eftir grenndarkynningu en samþykkt var á 77. fundi skipulags- og umhverfisráðs, 15. október sl. að grenndarkynna úthlutun tveggja lóða við Bala 9-11 og Bala 13-15, Patreksfirði sem og áform um byggingu tveggja parhúsa á einni hæð á fyrrgreindum lóðum. Grenndarkynningin var auglýst 22. október með athugasemdafrest til 12. nóvember sl.
Ein athugasemd barst við grenndarkynninguna og lýtur hún að lóðarmörkum Aðalstrætis 89 og Bala 9-11. Gerð er athugasemd um að lóð undir fyrirhugað parhús við Bala 9-11 skarist við lóð Aðalstrætis 89 skv. gildandi lóðarleigusamningi.
Þórkatla Soffía Ólafsdóttir og Jón Árnason véku af fundi á meðan liðurinn var tekinn til afgreiðslu.
Til máls tóku: Forseti, ÞSÓ og JÁ
Bæjarstjórn samþykkir grenndarkynninguna m.v. innkomnar athugasemdir og felur byggingarfulltrúa að vinna nánari útfærslu lóðarmarka Aðalstrætis 89 og Bala 9-11 þar sem ónýtt svæði milli lóðanna verði fellt að lóð Aðalstrætis 89. Bæjarstjórn samþykkir að endurnýjaður verði lóðarleigusamningur vegna Aðalstrætis 89.
11. Hjallur v. Fjósadalsá. Umsókn um lóðarleigusamning.
Erindi frá Eggert Björnssyni, dags. 26. október 2020. Í erindinu er sótt um endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Hjall við Fjósadalsá, Patreksfirði, fastanr. 212-4230.
Tíl máls tók: Forseti
Bæjarstjórn samþykkir endurnýjun samningsins og felur byggingarfulltrúa að undirbúa nýjan lóðarleigusamning. Stærð lóðar skal vera sú sama og grunnflötur húss.
12. Strönd ehf. - slit félags
Lagður fram tölvupóstur dags. 18. nóvember 2020 frá Ólöfu S. Pálsdóttur vegna sölu húsnæðis Saumastofunnar Strandar ehf. en til stendur að slíta félaginu. Vesturbyggð (fyrrum Barðastrandarhreppur) átti 16,85% af hlutafé félagsins. Þrír stærstu hluthafar félagsins hafa ákveðið að gefa arð sinn til góðgerðarmála. Bæjarráð samþykkti á 909. fundi ráðsins, 20. nóvember sl. að gefa andvirði hluta Vesturbyggðar í Strönd ehf. til Ungmennafélags Barðstrendinga.
Til máls tók: Forseti
Bæjarstjórn staðfestir bókun bæjarráðs
13. Landgræðslusamningur við skógræktarfélag Patreksfjarðar
Lögð fram drög að landgræðslusamningi Vesturbyggðar við skógræktarfélag Patreksfjarðar, markmið samningsins er stuðla að landvernd og tryggja íbúum sveitarfélagsins og almenningi svæði til útivistar um ókomna framtíð.
Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn á 78. fundi sínum, 19. nóvember sl. að samningurinn yrði samþykktur að teknu tilliti til eftirfarandi athugasemda:
Á svæði 1 skarast svæðið við fyrirhugað athafnasvæði utan við engjar.
Á svæði 2 leggur ráðið til að skógræktarsvæði gangi ekki of nærri kirkjugarði með framtíðarstækkun í huga og mögulega breyttrar aðkomu Barðastrandarvegar að Bíldudalsvegi.
Á svæði 3 verður framkvæmdaraðili að huga að því að hluti svæðisins er innan vatnsverndarsvæðis Patreksfjarðar og ber að haga umgengni og umferð í takt við það
Til máls tók: Forseti
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan samning við Skógræktarfélag Patreksfjarðar að teknu tilliti til athugasemda skipulags- og umhverfisráðs.
Fundargerð
Lögð fram til kynningar fundargerð 907. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 29. október 2020. Fundargerðin er í 13 liðum.
Lögð fram til kynningar fundargerð 908. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 10. nóvember 2020. Fundargerðin er í 14 liðum.
Lögð fram til kynningar fundargerð 34. fundar velferðarráðs, fundurinn var haldinn 11. nóvember 2020. Fundargerðin er í 2 liðum.
Lögð fram til kynningar fundargerð 25. fundar hafna- og atvinnumálaráðs, fundurinn var haldinn 11. nóvember 2020. Fundargerðin er í 9 liðum.
Lögð fram til kynningar fundargerð 67. fundar fræðslu- og æskulýðsráðs, fundurinn var haldinn 11. nóvember 2020. Fundargerðin er í 5 liðum.
Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.
Lögð fram til kynningar fundargerð 78. fundar skipulags- og umhverfisráðs, fundurinn var haldinn 19. nóvember 2020. Fundargerðin er í 9 liðum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10
Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 354. fundar miðvikudaginn 25. nóvember kl. 17:00.
Iða Marsibil Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.
Þar sem um fjarfund er að ræða er fundurinn ekki opinn almenningi en upptaka frá fundinum verður sett inn á heimasíðu Vesturbyggðar.