Hoppa yfir valmynd

Strandveiðar og áhrif Covid-19

Málsnúmer 2003058

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

31. mars 2020 – Bæjarráð

Vegna þeirra fordæmalausu aðstæðna sem uppi eru vegna áhrifa af Covid-19 skorar bæjarráð Vesturbyggðar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að ákvæði laga um stjórn fiskveiða og reglugerða sem um strandveiði fjalla, verði rýmkaðar verulega. Bæjarráð Vesturbyggðar tekur undir áherslur í bréfi Landssambands smábátaeigenda dags. 27. mars 2020 og markmið þess að rýmka framangreindar reglur verði aukinn sveigjanleiki við nýtingu auðlindarinnar og þannig fáist sem mest verðmæti fyrir þann afla sem veiddur er.