Hoppa yfir valmynd

Tillögur um eflingu atvinnu í Vesturbyggð - Strandveiðifélagið Krókur

Málsnúmer 2005001

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. maí 2020 – Bæjarráð

Lagt fram erindi frá strandveiðifélagiu Krók dags. 2. maí 2020 þar sem skorað er á bæjarráð að sækja um sérstaka úthlutun byggðakvóta vegna ástandsins sem nú ríkir. Því til stuðnings er vísað til skýrslu um endurskoðun á meðferð og ráðstöfun 5,3% aflaheimilda frá starfshópi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um atvinnu- og byggðakvóta frá febrúar 2020.

Bæjarráð þakkar strandveiðifélaginu Króki fyrir tillöguna og mun taka hana til skoðunar þegar fyrir liggur hvernig unnið verður úr tillögum starfshópsins.

Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í hafna- og atvinnumálaráð.
18. maí 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lagt fram erindi frá strandveiðifélaginu Króki dags. 2. maí 2020 þar sem skorað er á bæjarráð að sækja um sérstaka úthlutun byggðakvóta vegna ástandsins sem nú ríkir. Því til stuðnings er vísað til skýrslu um endurskoðun á meðferð og ráðstöfun 5,3% aflaheimilda frá starfshópi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um atvinnu- og byggðakvóta frá febrúar 2020. Erindinu var vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 895. fundi bæjarráðs sem haldinn var 12. maí 2020.

Hafna- og atvinnumálaráð tekur undir bókun bæjarráðs og þakkar strandveiðifélaginu Króki fyrir tillöguna og mun taka hana til skoðunar þegar fyrir liggur hvernig unnið verður úr tillögum starfshópsins.

Hafna- og atvinnumálaráð leggur til að sveitarfélagið beiti sé fyrir því að þau 1000 tonn sem tekin voru úr strandveiðikerfinu verði aftur sett í kerfið í ár.